Instagram: „Gleðileg jól elsku rasshausar“

Jólin voru allskonar í ár.
Jólin voru allskonar í ár. Samsett mynd

Fólkið á klakanum klæddi kuldann af sér eða húkti heima í náttfötunum og kósígöllum í jólavikunni var fólkið sem kann að lifa lífinu í sólinni. Áhrifavaldurinn Sunneva Eir Einarsdóttir og verslunarkonan Sara í Júník voru til að mynda báðar staddar í Karíbahafinu. 

Jól í paradís! 

Ásdís Ósk Valsdóttir fasteignasali og miðaldra kona nýtur lífsins sem aldrei fyrr í sól og sumaryl. 

Ríkidæmi Ragnhildar Steinunnar!

Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir dagskrárgerðarmaður hjá RÚV óskaði vinum og vandamönnum gleðilegra jóla í grænum pallíettukjól! 

Jól á uppáhaldsströndinni!

Sara Lind, eða Sara í Júník eins og hún er oftast kölluð, varði jólunum í Karíbahafinu. Eins og sést á myndinni er hún eins og fiskur í vatni.  

Hörður og ríkidæmið! 

Fótboltastjarnan Hörður Björgvin Magnússon óskaði fylgjendum sínum gleðilegra jóla með þessum fallegu jólamyndum.  

Þórunn Antonía fór í spariföt!

Þórunn Antonía Magnúsdóttir tónlistarmaður hélt jólin hátíðleg með börnunum. 

Klippistjarna Íslands fagnaði á framandi slóðum!

Elísabet Ronaldsdóttir einn besti bíómyndaklippari landsins hélt jólin hátíðleg í Víetnam ásamt börnum og barnabarni. 

Bumban stækkar!

Ástrós Traustadóttir dansari og LXS-skvísa fagnaði jólunum með kærastanum!  

Er hægt að vera flottari? 

Elísa Gróa Steinþórsdóttir fagnaði í grænum pallíettukjól. 

Næstu jól verða á heitari stað!

Þóra Valdimarsdóttir fatahönnuður minnti sjálfa sig á það á Instagram að hún ætlaði ekki að vera að drepast úr kulda á næstu jólum. 

Jólasnillingur!

Samfélagsmiðlastjarnan Kara Kristel Signýjardóttir náði öllum jólaprófunum og fagnaði því!

Jólin í Englandi!

Áhrifavaldurinn og athafnakonan Tanja Ýr Ástþórsdóttir hélt upp á jólin í Englandi með kærasta sínum. 

View this post on Instagram

A post shared by T A N J A Ý R (@tanjayra)

Bahama-jól!

Áhrifavaldurinn Sunneva Eir Einarsdóttir hélt upp á jólin fáklædd á ströndinni í Karíbahafi.

Ástfangin upp fyrir haus!

Söngkonan Svala Björgvinsdóttir var með kærasta sínum, Alexander Alexanderssyni, á jólunum. 

View this post on Instagram

A post shared by SVALA (@svalakali)

Jólakrúttfjölskylda!

Áhrifavaldurinn og verkfræðingurinn Katrín Edda Þorsteinsdóttir var í kósýgír yfir jólin, en dóttir þeirra Markusar, Elísa Eyþóra, kom í heiminn stuttu fyrir jól. 

View this post on Instagram

A post shared by Katrin Edda (@katrinedda)


Opalgalli og bleikt jólatré!

Páll Óskar Hjálmtýsson tónlistarmaður var í skýjunum yfir Opal-gallanum sem leyndist undir trénu.

View this post on Instagram

A post shared by Páll Óskar (@palloskar)

Notaleg jól!

Sara Miller naut jólanna með eiginmanni sínum Chris Miller.

Brynja Jólakúla!

Leikkonan Brynja Guðmundsdóttir, eða Brynja Kúla, óskaði öllum gleðilegra jóla.

Rafmagnslaust á Akranesi!

Eva Laufey Kjaran gerði gott úr rafmagnsleysinu sem varð á Akranesi í gær.

Jólakveðjur frá Tenerife!

Einkaþjálfarinn og sálfræðineminn, Telma Fanney Magnúsdóttir, hélt upp á jólin í sólinni á Tenerife með unnusta sínum, tónlistarmanninum Jökli Júlíussyni, og fjölskyldu. 

View this post on Instagram

A post shared by Telma Fanney (@telmaafanney)

Óvænt á Balí um jólin!

Ferðaljósmyndarinn Ása Steinarsdóttir, eiginmaður hennar Leo Alsved og sonur þeirra, Atlas, eyddu jólunum óvænt á Balí í Indónesíu. Fjölskyldan átti að fljúga heim í vikunni fyrir jól, en mistök í bókunarkerfi Lufthansa breytti áformum þeirra.

Fyrstu jólin!

Tónlistarmaðurinn Friðrik Róbertsson, betur þekktur sem Flóni, og unnusta hans, Hrafnkatla Unnarsdóttir, héldu upp á fyrstu jólin saman með syni sínum sem kom í heiminn 10. nóvember síðastliðinn. 

View this post on Instagram

A post shared by @hrafnkatla

Jólakveðja á Tjörninni!

HAF-hjónin, þau Karitas Sveinsdóttir og Hafsteinn Júlíusson, stilltu sér upp við tjörnina í Reykjavík ásamt börnunum þeirra tveimur og sendu hlýjar jólakveðjur til fjölskyldu og vina. 

Vetrarparadís á Vestfjörðum!

Bloggarinn Sigríður Margrét Ágústsdóttir eyddi jólunum í sannkallaðri vetrarparadís á Vestfjörðum. 

Fyrstu jólin sem hjón!

Matarbloggarinn Linda Benediktsdóttir og eiginmaður hennar, Ragnar Einarsson, héldu upp á fyrstu jólin sem hjón með fjölskyldu sinni. Linda og Ragnar gengu í það heilaga á Ítalíu í september. 

View this post on Instagram

A post shared by Linda Ben (@lindaben)

Jólasól!

CrossFit-stjarnan Sara Sigmundsdóttir eyddi jólunum í sólinni á Dúbaí, en þetta var í fyrsta sinn sem Sara eyddi jólunum erlendis fjarri fjölskyldu og vina. 

Náttfötin hans Jóla-Kleina

Áhrifavaldurinn Kirstján Einar Sigurbjörnsson, eða Kleini eins og hann er kallaður, fór í jólanáttfötin eins og svo margir. Það voru fáir sem klæddust eins flottum skóm og Kleini við náttfötin en hann skartaði flottum rauðum snákaskinnsskóm við náttgallann. 

 

mbl.is

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

svarar spurningum lesenda

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu svarar spurningum lesenda

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum um lögfræðileg mál