Brúðkaup ársins 2022!

Sjaldan hafa fleiri hjón gengið í það heilaga en árið 2022! Margir voru tvíbókaðir í brúðkaupsveislur í sumar í sitthvorum landshlutanum. Ef fólk var ekki mætt fyrir utan Fríkirkjuna með veifur í hendinni klukkan fjögur á laugardögum var það líklega á Spáni eða Ítalíu að fagna ástinni með góðum vinum. 

Ilmur í Ásbyrgi

Leik­kon­an Ilm­ur Kristjáns­dótt­ir og kvik­mynda­fram­leiðand­inn Magnús Viðar Sig­urðsson gengu í hjóna­band í Ásbyrgi undir berum himni í júlí. Séra Hjalti Jón Sverris­son gaf hjónin sam­an. Á meðal gesta voru helstu stjörn­ur þessa lands.

Magnús, Ilm­ur og séra Hjalti Jón.
Magnús, Ilm­ur og séra Hjalti Jón. Ljósmynd/Lísa Kristjánsdóttir


Enginn skítamórall eftir tilraun fjögur

Tón­listamaður­inn Gunn­ar Ólason, bet­ur þekkt­ur sem Gunni Óla í Skíta­móral, og Rakel Fjeld­sted gengu í hjóna­band í júlí. Þetta var fjórða til­raun þeirra til að ganga í það heil­aga en heims­far­ald­ur­inn kom alltaf í veg fyr­ir brúðkaup­. 

Gunni Óla í Skíta­móral, og Rakel Fjeld­sted giftu sig.
Gunni Óla í Skíta­móral, og Rakel Fjeld­sted giftu sig.

Brúðkaupið er okkar!

Tón­list­armaður­inn Emm­sjé Gauti, eða Gauti Þeyr Más­son, og Jov­ana Schully voru gef­in sam­an í Frí­kirkj­unni í Reykja­vík sama dag og Gleðigangan fór fram. Veislan fór fram í Sjáland og var að sjálfsögðu hin glæsilegasta. 

Emmsjé Gauti og Jovana Schally ganga í takt í lífinu.
Emmsjé Gauti og Jovana Schally ganga í takt í lífinu.

Edda og Rikki giftu sig á Ítalíu

Edda Her­manns­dótt­ir markaðsstjóri Íslands­banka og Rík­h­arður Daðason fjár­fest­ir gengu í hjóna­band í ágúst. Parið byrjaði að hitt­ast 2017 og því var kom­in ágæt­is ­reynsla á sam­bandið þegar hann bað henn­ar óvænt ári seinna í brúðkaupi Ragn­hild­ar Stein­unn­ar Jóns­dótt­ur sjón­varps­konu og Hauks Inga Guðna­son­ar sál­fræðing­s. 

Edda Hermannsdóttir og Ríkharður Daðason eru hér með börnum sínum …
Edda Hermannsdóttir og Ríkharður Daðason eru hér með börnum sínum á brúðkaupsdaginn síðasta sumar. Ljósmynd/Íris Dögg

Grísk gleði

Rakel Hlín Bergs­dótt­ir, eig­andi Snúr­unn­ar, og eig­inmaður henn­ar Andri Gunn­ars­son lögmaður gengu í hjónaband í Grikklandi í sumar. Skreytingar voru með glæsilegasta móti eins og Rakel er einni lagið enda rekur hún eina flottustu hönnunarbúð landsins. 

Rakel Hlín Bergsdóttir giftist eiginmanni sínum í Grikklandi í sumar.
Rakel Hlín Bergsdóttir giftist eiginmanni sínum í Grikklandi í sumar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ágúst og Jóhanna héldu brúðkaupsveisluna heima

Ágúst Ólaf­ur Ágústs­son, fyrr­ver­andi þingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, og Jó­hanna Bryn­dís Bjarna­dótt­ir tann­lækn­ir gengu í hjóna­band á menningarnótt í Seltjarnaneskirkju. Eftir athöfnina var slegið upp veislu á heimili hjónanna á Fornuströnd á Seltjarnarnesi. 

Ágúst og Jóhanna héldu brúðkaupsveisluna heima.
Ágúst og Jóhanna héldu brúðkaupsveisluna heima.

Hrafn Jökulsson og Oddný gengu í hjónband

Rit­höf­und­ur­inn og bar­áttumaður­inn Hrafn Jök­uls­son og Odd­ný Hall­dórs­dótt­ir gengu í hjónaband hinn 22. ág­úst síðastliðinn. Hrafn glím­di við illvígt krabbamein og lést í september. 

Hrafn Jökulsson og Oddný gengu í hjónband.
Hrafn Jökulsson og Oddný gengu í hjónband. Ljósmynd/Einar Falur

Rithöfundar létu pússa sig saman

Jón Kalm­an Stef­áns­son og Sig­ríður Hagalín Björns­dótt­ur gengu í hjónaband. Þau létu pússa sig sam­an í lok ágúst og var því fagnað af öllu hjarta í Iðnó við Tjörn­ina. 

Jón Kalman Stefánsson og Sigríður Hagalín Björnsdóttir.
Jón Kalman Stefánsson og Sigríður Hagalín Björnsdóttir.

Boltabrúðkaup á Spáni

Fót­boltamaður­inn Jó­hann Berg Guðmunds­son og lög­fræðing­ur­inn Hólm­fríður Björns­dótt­ir gengu í hjóna­band 16. júní. Brúðkaupið fór fram á Alican­te-svæðinu á Spáni. Ís­lensk­um skemmti­kröft­um var flogið út. Emm­sjé Gauti skemmti í veisl­unni ásamt Herra hnetu­smjöri en það kom í hlut Sóla Hólm að vera veislu­stjóri í brúðkaup­inu. Eyj­ólf­ur Kristjáns­son tók einnig lagið eins og hon­um ein­um er lagið. 

Jóhann Berg og Hólmfríður á brúðkaupsdaginn.
Jóhann Berg og Hólmfríður á brúðkaupsdaginn. Skjáskot/Instagram

Loksins gift eftir 15 ára samband

Leik­ar­inn og skemmtikraft­ur­inn Pét­ur Jó­hann Sig­fús­son og Sigrún Hall­dórs­dótt­ir gengu í hjóna­band í október. Parið hef­ur verið sam­an í fimmtán ár. Parið gekk í það heil­aga í Garðakirkju á Álfta­nesi. Pét­ur Jó­hann og Sigrún eiga einn son sam­an, en hvort um sig á dótt­ur úr fyrra sam­bandi.

Pétur Jóhann gekk í hjónaband á árinu.
Pétur Jóhann gekk í hjónaband á árinu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Veislan fór fram í búðinni

Krist­ín Rut Jóns­dótt­ir og Úlfar Fin­sen, eig­end­ur hús­gagna­versl­un­ar­inn­ar Mód­ern, giftu sig hinn 4. júní síðastliðinn við fal­lega at­höfn í Dóm­kirkj­unni í Reykja­vík. Að at­höfn­inni lok­inni mættu gest­irn­ir í versl­un þeirra í Skeif­unni sem hafði verið breytt í töfr­andi brúðkaupssal þar sem dansað var fram á rauðanótt.

Úlfar Fin­sen og Krist­ín Rut Jóns­dótt­ir.
Úlfar Fin­sen og Krist­ín Rut Jóns­dótt­ir. Ljósmynd/Aldís Páls

Draumabrúðkaup Berglindar Icey og Arnar

Örn Kjart­ans­son og Berg­lind Ólafs­dótt­ir, eða Berg­lind Icey eins og hún er kölluð, gengu í hjóna­band í lok ágúst. Í staðinn fyrir gjafir gátu gest­ir lagt fram­lag í sjóð til styrkt­ar pör­um sem þurfa aðstoð við fjár­mögn­un á gla­sa­frjóvg­un en sjálf hafa þau reynslu af slíku. 

Berglind Ólafsdóttir og Örn V. Kjartansson gengu í hjónaband.
Berglind Ólafsdóttir og Örn V. Kjartansson gengu í hjónaband. Ljósmynd/Sunday & White Studio

Ameríski draumurinn hjá Brynju Scheving og Þorsteini

Þor­steinn Hall­dórs­son, þjálf­ari kvenna­landliðs Íslands, og Brynja Scheving, skóla­stjóri í Ball­ett­skóla Eddu Scheving, gengu í hjóna­band í Las Vegas í Banda­ríkj­un­um í desember. 

Brynja Scheving og Þor­steinn Hall­dórs­son eru hjón.
Brynja Scheving og Þor­steinn Hall­dórs­son eru hjón.

Fannar og Vala létu pússa sig saman

Leik­stjór­inn Fann­ar Sveins­son og hjúkr­un­ar­fræðing­ur­inn Val­gerður Kristjáns­dótt­ir fögnuðu tíu ára sambandsafmæli í vetur. Fullkomin tími til að ganga í hjónaband!

Fannar Sveinsson og Valgerður Kristjánsdóttir eru gift.
Fannar Sveinsson og Valgerður Kristjánsdóttir eru gift. mbl.is/Árni Sæberg

Stjörnubrúðkaup í Hörpu

Hörður Ægis­son einn af stofn­end­um Inn­herja á Vísi.is og Hild­ur Þór­ar­ins­dótt­ir lögmaður á Jur­is gengu í hjóna­band í vor. Parið gekk í heil­agt hjóna­band í Dóm­kirkj­unni en svo var haldið yfir í Hörpu þar sem veislu­höld fóru fram.

Hörður Ægis­son og Hild­ur Þór­ar­ins­dótt­ir gengu í hjónaband.
Hörður Ægis­son og Hild­ur Þór­ar­ins­dótt­ir gengu í hjónaband. Ljósmynd/Eygló Gísladóttir

Giftir eftir 19 ára samband

Hár­greiðslu­meist­ar­arn­ir Daní­el Örn Hinriks­son og Svavar Örn Svavars­son gengu í hjóna­band í Kópa­vogs­kirkju eft­ir að hafa verið kær­ustupar í 19 ár. Fé­lag­arn­ir reka hár­greiðslu­stof­una Senter við Tryggvagötu en hafa auk þess unnið tölu­vert í fjöl­miðlum. 

Svavar Örn Svavarsson.
Svavar Örn Svavarsson. mbl.is/Ernir Eyjólfsson

Stjörnukynfræðingur gekk í hjónaband

Kyn­fræðing­ur­inn Sig­ríður Dögg Arn­ar­dótt­ir, bet­ur þekkt sem Sigga Dögg, og Sæv­ar Eyj­ólfs­son gengu í hjóna­band í The High Lane í New York í Banda­ríkj­un­um í maí. Þau héldu skemmtilega veislu á Íslandi í sumar. 

Sigga Dögg og Sæv­ar Eyj­ólfs­son gengu í hjónaband.
Sigga Dögg og Sæv­ar Eyj­ólfs­son gengu í hjónaband.

Helgi Seljan kvæntist eftir langa trúlofun

Katrín Rut Bessa­dótt­ir, verk­efna­stjóri í Há­skól­an­um í Reykja­vík, og Helgi Selj­an fjölmiðlamaður gengu í hjónaband í ár eftir langa trúlofun. Parið lét pússa sig sam­an hjá Sýslu­manni og fögnuðu svo með vin­um og fjöl­skyldu.

Katrín Rut Bessadóttir og Helgi Seljan.
Katrín Rut Bessadóttir og Helgi Seljan.

Jón Gunnar Geirdal kvæntist ástinni

Jón Gunn­ar Geir­dal og Fjóla Katrín Steins­dótt­ir gengu í hjóna­band í september. Eft­ir at­höfn­ina héldu ný­bökuðu hjón­in upp á ráðahag­inn í Sam­skipa­höll­inni í Kópa­vogi. 

Hér eru brúðhjónin Fjóla Kristín og Jón Gunnar ásamt Páli …
Hér eru brúðhjónin Fjóla Kristín og Jón Gunnar ásamt Páli Óskari sem spilaði í veislunni. Ljósmynd/Brynjar Snær

Fullkomin byrjun á fullkomnu ári

Katrín Edda Þorsteinsdóttir, verkfræðingur og áhrifavaldur, gekk í hjónaband með hinum þýska Markúsi í byrjun árs. Árið hefur verið frábært fyrir hjónin en í desember eignuðust þau sitt fyrsta barn. 

Katrín Edda Þorsteinsdóttir gekk í hjónaband.
Katrín Edda Þorsteinsdóttir gekk í hjónaband. mbl.is/Árni Sæberg

Kona ársins 2021 gekk í það heilaga

Rúna Sif Rafns­dótt­ir og eig­inmaður henn­ar Jónatan Guðbrands­son giftu sig þann 26. ág­úst síðastliðinn á Tálknafirði. Dag­setn­ing skip­ar stór­an sess í hjört­um þeirra og margra annarra en akkúrat ári fyrr gaf Rúna Eldi Elí, syni vin­konu sinn­ar, hluta af lifr­inni úr sér.

Rúna Sif Rafnsdóttir og Jónatan Guðbrandsson giftu sig 26. ágúst.
Rúna Sif Rafnsdóttir og Jónatan Guðbrandsson giftu sig 26. ágúst. Ljósmynd/Egill Tómasson

Matarbloggari gekk í hjónaband

Linda Bene­dikts­dótt­ir gekk að eiga Ragn­ar Ein­ars­son á Ítal­íu í september. Linda er einn vin­sæl­asti mat­ar­blogg­ari lands­ins. Linda og Ragn­ar hafa verið sam­an í 13 ár og sex ár eru síðan þau trú­lofuðu sig. Fyrr á þessu ári ákváðu þau svo að láta verða af því að gifta sig og skipu­lögðu glæsi­legt brúðkaup á Ítal­íu. Sam­an eiga þau tvö börn.

Linda Ben.
Linda Ben. Ljósmynd/Íris Dögg Einarsdóttir

Skemmtilegasta par landsins gifti sig

Fjöl­miðlakon­an Vikt­oría Her­manns­dótt­ir og skemmtikraft­ur­inn Sól­mund­ur Hólm Sól­mund­ar­son gengu í það í heilaga í september. Hjónin eiga samtals fimm börn og hafa verið dugleg að gera upp hús svo það var ekkert annað eftir en að innsigla sambandið með hjónabandi. 

Viktoría Hermannsdóttir og Sólmundur Hólm.
Viktoría Hermannsdóttir og Sólmundur Hólm. Ljósmynd/Hákon Broder Lund
mbl.is

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

svarar spurningum lesenda

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu svarar spurningum lesenda

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum um lögfræðileg mál