Hverjir mættu í heitustu partí ársins 2022?

Fræga fólkið fór út á lífið á árinu.
Fræga fólkið fór út á lífið á árinu. Samsett mynd

Landsmenn voru afar hressir á árinu sem er að líða. Fólk fagnaði frelsinu eftir kórónuveirufaraldurinn og naut þess í botn að hittast. Þegar öllu er á botninn hvolt þá er maður alltaf manns gaman sama hvað gengur á. 

Gríma og Skúli buðu í teiti

Það var fjör í Hvammsvík í Hvalfirðinum þegar Gríma Thorarensen innanhússarkitekt og Skúli Mogensen athafnamaður héldu teiti til þess að fagna opnun sjóbaðanna. Það var fullt út úr dyrum en þar sem teitið var í sveitinni var enginn berleggjaður og enginn í pallíettum. 

Gríma Björg Thorarensen og Skúli Mogensen.
Gríma Björg Thorarensen og Skúli Mogensen. Ljósmynd/Sigurjón Ragnar
Ljósmynd/Sigurjón Ragnar
Ljósmynd/Sigurjón Ragnar

Einar Bárðarson 50 ára - bauð þotuliðinu 

Einar Bárðarson fagnaði 50 ára afmæli sínu á árinu sem er að líða og bauð vinum sínum í afmælisveislu á Sjálandi. Þangað mætti Stefán Hilmarsson og eiginkona hans, Anna Björk Birgisdóttir, Birgitta Haukdal, Bjarni Ármannsson og Helga Sverrisdóttir fjárfestar svo einhverjir séu nefndir. 

Bjarni Ármannsson og Helga Sverrisdóttir.
Bjarni Ármannsson og Helga Sverrisdóttir. Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Einar Bárðarson, Klara Þorbjörg Einarsdóttir, Einar Birgir Einarsson og Áslaug …
Einar Bárðarson, Klara Þorbjörg Einarsdóttir, Einar Birgir Einarsson og Áslaug Thelma Einarsdóttir. Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Stefán Hilmarsson og Anna Björk Brgisdóttir.
Stefán Hilmarsson og Anna Björk Brgisdóttir. Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Sólveig 70 ára

Sól­veig Pét­urs­dótt­ir fyrr­ver­andi dóms-og kirkju­málaráðherra fagnaði 70 ára af­mæli sínu í Gamla bíói. Svan­hild­ur Hólm Vals­dótt­ir og Sól­veig Hann­es­dótt­ir voru veislu­stjór­ar í af­mæl­inu og varð ekki þverfótað fyrir fólki úr stjórnsýslunni í veislunni.

mbl.is/Kristinn Magnússon

Allir og amma þeirra hjá Welding!

Lár­us Weld­ing fjár­fest­ir og fyrr­ver­andi for­stjóri Glitn­is gaf út bók­ina Upp­gjör banka­manns á dög­un­um. Vorið 2007 fékk hann starfið, þá þrítug­ur að aldri, og gegndi stöðunni í 17 mánuði eða þangað til bank­arn­ir féllu í byrj­un októ­ber 2008.

Ljósmynd/Sigurjón Ragnar
Ljósmynd/Sigurjón Ragnar
Ljósmynd/Sigurjón Ragnar

Kvenpeningurinn á Seltjarnarnesi skemmti sér saman

Gleðin var alls­ráðandi þegar íþrótta­fé­lagið Grótta á Seltjarn­ar­nesi hélt glæsi­legt kvenna­kvöld í hátíðasal fé­lags­ins.

Sigga Soffía Níelsdóttir, Helga Stefánsdóttir, Arndís Hrönn Egilsdóttir og Nína …
Sigga Soffía Níelsdóttir, Helga Stefánsdóttir, Arndís Hrönn Egilsdóttir og Nína Dögg Filippusdóttir. Ljósmynd/Jón Svavarsson

Ástin blómstraði í bíó

Baltasar Kormákur og Sunneva Ása Weisshappel voru upp á sitt besta þegar þau mættu saman í Laugarásbíó þegar kvikmynd hans, Beast, var frumsýnd hérlendis. Á frumsýninguna mættu líka Guðrún Dís Emilsdóttir og Kristján Þór Magnússon, Ágústa Johnson og Guðlaugur Þór, Ólafur Ragnar og Dorrit Mousaieff. 

Óafur Ragnar Grí­msson og Dorrit Moussaieff.
Óafur Ragnar Grí­msson og Dorrit Moussaieff. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Baltasar Kormákur og Sunneva Ása Weisshappel.
Baltasar Kormákur og Sunneva Ása Weisshappel. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Guðrún Dís Emilsdóttir og Kristján Þór Magnússon
Guðrún Dís Emilsdóttir og Kristján Þór Magnússon mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

svarar spurningum lesenda

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu svarar spurningum lesenda

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum um lögfræðileg mál