Instagram: Klippti út Tene-tásurnar

Samsett mynd

Það var rífandi stemning hjá íslensku stjörnunum í vikunni þó kalt væri úti. Skemmtikrafturinn Eva Ruza hélt afmælisveislu ársins á Sjálandi í Garðabæ og var troðfullt út úr dyrum af stjörnum. Fyrstu þorrablót ársins voru haldin og margir litlir í sér á þessum þriðja mánudegi ársins 2023. 

Engar tær á Tene

Leikkonan Dóra Jóhannsdóttir fór í frí í sólina en passaði sig að klippa út tærnar. „Editeraði tásur úr mynd svo ég sé ekki of erfið fyrir Verðbólgudrauginn,“ skrifaði Dóra á Instagram. 

Fertug með stæl!

Skemmtikrafturinn Eva Ruza Miljevic fagnaði fetugsafmæli sínu með stæl á Sjálandi í Garðabæ á föstudag. 

View this post on Instagram

A post shared by 🌟 Eva Ruza🌟 (@evaruza)

Brynhildur í boltanum!

TikTok-stjarnan Brynhildur Gunnlaugsdóttir sló í gegn þegar hún sýndi glæsilega takta í myndbandi. 

Með bert á milli!

Áhrifvaldurinn Sunneva Eir Einarsdóttir lét frosthörku vikunnar ekki láta á sig fá og klæddi sig í stutt pils og stuttan topp.

Saman í þessu!

Björgvin Karl Gústafsson markmaður handboltalandliðsins skrifaði mikilvæg skilaboð eftir leikinn gegn Ungverjalandi á laugardag.

Orðlaus!

Bjarki Már Elísson dáist að íslensku stuðningsmönnunum sem lögðu leið sína til Svíþjóðar um helgina til að styðja við bakið á liðinu. 

Neyðartilvik!

Helga Margrét Agnarsdóttir karíókídrottning birti glæsilega sjálfu í neyðartilviki. 

Með gleraugu í láni!

Elísabet Metta Svan Ásgeirsdóttir fékk lánuð sólgleraugu frá áhrifavaldinum Helga Ómarssyni. 

Erfitt en gott!

Leikkonan Unnur Eggertsdóttir gerði upp árið 2022. Hún segir árið hafa verið bæði það erfiðasta og besta en hún eignaðist sitt fyrsta barn á árinu. 

Stefnumótakvöld!

Áhrifavaldurinn og förðunarfræðingurinn Guðrún Sortveit skvísaði sig upp til þess að fara út úr húsi. 

Afmæli!

Erna Hrund Hermannsdóttir, vörumerkjastjóri hjá Ölgerðinni, skellti sér í afmæli til Evu Ruzu. 

Ólétt í sólinni!

Kraftlyftingakonan Arnhildur Anna Árnadóttir nýtur lífsins í sólinni um þessar mundir. 

Steypiboð!

Dansarinn Ástrós Traustadóttir er þakklát fyrir vinkonur sínar sem heldu steypiboð drauma hennar um helgina. 

Saga B er stillt!

Rapparinn Berglind Saga Bjarnadóttir, betur þekkt sem Saga B, ætlar að reyna að haga sér og snerta ekki mælaborðið í bílnum með skítugum skóm. 

View this post on Instagram

A post shared by @sagabofficial

Speglasjálfa!

Áhrifvaldurinn Jóhanna Helga Jensdóttir birti skvísumynd af sér frá Hafnartorgi Gallery. 

Stórglæsileg!

Guðmundur Birkir Pálmason, betur þekktur sem Gummi kíró, birti eitursvala mynd af sér og kærustu sinni, athafnakonunni Línu Birgittu Sigurðardóttur. 

Sleppir rifrildum á netinu!

Samfélagsmiðlastjarnan Kara Kristel Signýardóttir velur sínar orrustur. Í stað þess að tjá sig um málefni sem eru henni ókunn ákvað hún að birta sæta mynd af sér. 

Styttist í Chicago!

Leikkonan Þórdís Björk Þorfinnsdóttir er orðin spennt fyrir frumsýningu söngleiksins Chicago. Hún birti glæsilega mynd af sér í hlutverki Roxy. 

View this post on Instagram

A post shared by DÍSA (@thordisbjork)

Náði ekki á pall!

Fegurðardrottningin Hrafnhildur Haraldsdóttir keppti fyrir Íslands hönd í Miss Universe í New Orleans í Bandaríkjunum í síðustu viku. Hún komst ekki á pall en geislaði sannarlega í kvöldkjólnum. 

Með stjörnunum í Hollywood!

Hilda Michelsen stofnandi Norom klæddi sig upp á fyrir Golden Globe-verðlaunahátíðina sem fram fór í Los Angeles í síðustu viku. 

Fimleikafjör!

Leikarinn Gísli Örn Garðarsson rifjaði upp gamla takta í fimleikasalnum um helgina í góðum félagsskap. 

Fantaflott í Bláa Lóninu!

Fyrirsætan og frjálsíþróttakonan, Hildigunnur Þórarinsdóttir, lét fara vel um sig í Bláa Lóninu.

Sætur sigur!

Kristófer Acox, körfuboltamaður og fyrirliði Vals, fagnaði sætum sigri um helgina þegar Valur varð bikarmeistari í körfubolta karla í fyrsta sinn í 40 ár. 

Mömmuknús!

Bloggarinn og samfélagsmiðlafulltrúinn, Anna Bergmann, fékk mömmuknús frá syni sínum sem fagnar fljótlega fyrsta afmæli sínu. 

Óléttukúla í myndatöku!

Förðunarfræðingurinn Agnes Björgvinsdóttir skellti sér í meðgöngumyndatöku.

Útsýni upp á 10!

Tískubloggarinn Elísabet Gunnarsdóttir fékk sér ferskt loft ásamt dóttur sinni. Þó kuldinn hafi verið mikill var ekki hægt að kvarta yfir útsýninu. 

Dans, sviti og stuð!

Hlaðvarpsstjórnendurnir Sylvía Breim Friðjónsdóttir og Eva Mattadóttir skemmtu sér konunglega í afmælisveislu um helgina.

Svuntan komin á!

Sælkerabakarinn Gunnlaugur Arnar Ingason, betur þekktur sem Gulli bakari, er mættur aftur í bakaríið eftir að hafa tekið sér kærkomið frí yfir áramótin. 

Uppáhaldsborgin!

Fanney Ingvarsdóttir, áhrifavaldur og starfsmaður Bioeffect, er mætt til Kaupmannahafnar að njóta með vinkonunum.

mbl.is

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

svarar spurningum lesenda

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu svarar spurningum lesenda

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum um lögfræðileg mál