Fimm hlutir sem þú vissir ekki um Florence Pugh

Leikkonan Florence Pugh.
Leikkonan Florence Pugh. Skjáskot/Instagram

Leikkonan Florence Pugh er með vinsælustu rísandi stjörnum í Hollywood um þessar mundir. Árið 2022 var stórt ár fyrir leikkonuna sem bætti þó nokkrum hlutverkum við þegar langan lista hennar af eftirminnilegum hlutverkum. Þar á meðal má nefna kvikmyndirnar The Wonder og Don't Worry Darling, en leikkonan rataði mikið í fjölmiðla vegna þeirra síðarnefndu þar sem kvikmyndin var þjökuð dramatík á bak við tjöldin. 

Vogue tók nýverið saman fimm hluti sem þú vissir líklega ekki um leikkonuna. 

1. Ást Pugh á mat kemur frá föður hennar

Leikkonan er þekkt fyrir skemmtilegu Cooking With Flo myndskeið sín á Instagram, en það er engin tilviljun að leikkonan sé hæfileikum gædd í eldhúsinu. Faðir hennar á úrval af flottum veitingastöðum, allt frá mexíkóskum og marokkóskum yfir í spænska veitingastaði. 

2. Hún hóf feril sinn í rauninni á Youtube

Þegar Pugh fór með hlutverk í kvikmyndinni The Calling árið 2014 uppgötvaði höfundur kvikmyndarinnar myndskeið af Pugh á Youtube, en þar hafði hún hlaðið myndskeiðum af sér að syngja ballöður undir nafninu Flossie Rose. 

Í kjölfarið var handrit kvikmyndarinnar uppfært til að gera persónu Pugh að tónlistarkonu. 

3. Leikkonan er heltekin af Yorkshire tei

Pugh er alltaf með Yorkshire te á sér, hvert sem hún fer. „Ég er alltaf með tösku á mér sem er full af Yorkshire tepokum, því maður veit aldrei hvenær maður þarf á þeim að halda,“ sagði leikkonan í samtali við Uproxx.

4. Pugh er í „Little Women“ hópspjalli

Greint var frá því nýverið að Pugh og samstarfsfélagar hennar úr kvikmyndinni Little Women væru saman í hópspjalli. Þar deila þau aðallega myndum hvort af öðru í „fyndnum búningum“ sínum úr kvikmyndinni. Nafnið á hópspjallinu er þó ekki Little Women, heldur Big Chicks. 

5. Hún lærði nærri öll áhættuatriðin sín í kvikmyndinni Black Widow

Leikstjóri Black Widow segir Pugh hafa gert 90% af áhættuatriðum í kvikmyndinni á meðan hún var við tökur í Búdapest. Það telst mikið, sérstaklega í ljósi þess hve mörg áhættuatriði myndarinnar eru. 

mbl.is

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu svarar spurningum lesenda.

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum lesenda