Biggi lögga og Sísí Ingólfs nýtt par

Birgir Örn Guðjónsson og Sísí Ingólfsdóttir eru nýtt par.
Birgir Örn Guðjónsson og Sísí Ingólfsdóttir eru nýtt par. Ljósmynd/samsett

Birgir Örn Guðjónsson, eða Biggi lögga eins og hann er kallaður, er búinn að finna ástina. Sú heppna heitir Sísí Ingólfsdóttir og er myndlistarmaður. Hann hefur verið áberandi í fjölmiðlum lengi því það er ekki í hans anda að liggja á skoðunum sínum. 

Sísí er hins vegar einn af ferskustu myndlistarmönnum landsins en listaverk hennar hafa slegið í gegn. Í verkum sínum afsakar hún hitt og þetta. Hún afsakar allt þetta lítilræði, afsakar að þetta sé ekki Gucci og fleira í þeim dúr. Það að afsaka hitt og þetta hefur fylgt íslenska kvenpeningnum um langa hríð. Með verkum sínum er Sísí að reyna að afnema þennan ósið íslenskra kvenna að afsaka sig endalaust. Að nota húmorinn er góð leið til þess en verk hennar eru líka falleg með góðri uppbyggingu. 

Smartland afsakar enn eina sambandsfréttina en óskar parinu hins vegar góðs gengis. 

mbl.is

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu svarar spurningum lesenda.

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum lesenda