Þú getur hætt að leita að húsinu í Villibráð – það er ekki til

Kvikmyndin Villibráð eftir Elsu Maríu Jakobsdóttur hefur vakið athygli en um 24 þúsund manns hafa séð myndina síðan hún var frumsýnd hérlendis í byrjun janúar.

Villibráð á sér stað í glæsilegu einbýlishúsi í Vesturbænum. Húsráðendur eru vel efnað fólk sem getur leyft sér það besta þegar kemur að lífsins gæðum þótt það vanti kannski svolítið upp á andlega lífsfyllingu. Í þessu einbýlishúsi mætast heillandi listaverk og klassísk hönnun. 

Smartland fékk veður af því að landsmenn væru að rúnta um Vesturbæinn í leit að húsinu. Sú leit mun því miður ekki skila árangri því húsið er ekki til. Heimir Sverrisson hannaði leikmyndina en hann er sérlega lipur í því að framkalla hughrif hjá fólki. 

Sammála um að hafa leikmyndina í svipuðum stíl

Áður en kvikmyndin Villibráð fór í tökur hittust Elsa María leikstjóri og Heimir á heimili hans og konu hans, Brynhildar Guðjónsdóttur Borgarleikhússtjóra. 

„Ég hef heyrt töluvert af því að fólk sé að velta fyrir sér hvaða hús þetta sé. Það halda margir að húsið í Villibráð sé húsið okkar Brynhildar. Þetta er kannski er svona leikmynd sem er næst mínum eigin smekk. Þegar við Elsa vorum að byrja að ræða þessa mynd kom hún heim í kaffi. Við vorum sammála að hafa leikmyndina í svipuðum stíl og heimili okkar Brynhildar,“ segir Heimir og bætir við:

„Það er sama veggfóður og svipuð steypuáferð á veggjum og ég setti í húsið okkar.“

Hér er allt komið á sinn stað. Hillurnar á veggnum …
Hér er allt komið á sinn stað. Hillurnar á veggnum smíðaði Heimir. Stólarnir eftir Svein Kjarval eru hér í forgrunni og öll listaverkin gera heimilið hlýlegt og heimilislegt. Ljósmynd/Heimir
Teymið fékk lánuð verk eftir íslenska listamenn. Sigurjón Sighvatsson kvikmyndaframleiðandi …
Teymið fékk lánuð verk eftir íslenska listamenn. Sigurjón Sighvatsson kvikmyndaframleiðandi lánaði einnig nokkur verk til að nota í leikmyndina. Ljósmynd/Heimir
Þessi mynd er tekin í eldhúsinu. Það þurfti að elda …
Þessi mynd er tekin í eldhúsinu. Það þurfti að elda matinn í myndinni á hverjum degi í 30 daga. Einhverjir voru komnir með ógeð af hreindýrabollum. Ljósmynd/Heimir

Fallegt og stílhreint heimili

Hann segir að þau hafi viljað fara djarfar leiðir þegar kom að leikmyndinni. 

„Eins og hefur komið fram er gert massa grín að Vesturbæingum í Villibráð. Allt rosalega vel mein samt,“ segir hann og hlær.

„Okkur Elsu Maríu langaði að hafa heimilið fallegt og stílhreint. Við vildum hafa mikið af myndlist og notuðum tækifærið og tróðum inn eins mikilli myndlist og hægt var. Það eru verk eftir marga af mínum uppáhaldslistamönnum í leikmyndinni,“ segir Heimir.

Listaverkin í settinu eru eftir Ragnar Kjartansson, Árna Má Erlingsson, Ásgeir Skúlason, Áslaugu Írisi Friðjónsdóttur, Baldvin Einarsson, Björn Loka & Elsu Jónsdóttur, Dóru Hrund Gísladóttur, Elínu Hansdóttur, Geirþrúði Einarsdóttur, Guðmund Thoroddsen, Halldór Ragnarson, Hjört Skúlason, Húbert Nóa Jóhannesson, Huldu Vilhjálmsdóttur, Lilý Erlu Adamsdóttur, Loja Höskuldsson, Margréti Bjarnadóttur, Steingrím Gauta Ingólfsson, Dieter Roth, Karl Kvaran, Steingrím Eyfjörð, Magnús Magnússon, Hrafnkel Sigurðsson og Helga Má Kristinsson. 

Hér er verið að byggja gólfið í húsinu.
Hér er verið að byggja gólfið í húsinu. Ljósmynd/Heimir

Vildum ekki ofdressa leikmyndina

Á heimilinu í Villibráð er að finna marga klassíska og eigulega hluti. Þar eru til dæmis stólar eftir Svein Kjarval, PH-ljósið, Arco lampinn og Eames-hægindastólinn. Öll þessi húsgögn eru vinsæl hérlendis og þá sérstaklega á heimilum ríkisbubba.

Heimir segir að þetta val á húsgögnum endurspegli smekk fólks sem býr í Vesturbænum og jafnvel í Garðabæ líka. Hann segir að það sé tvíþætt ástæða fyrir því hvers vegna þau hafi valið þessa hluti. 

„Við vorum með ákveðinn ramma, þetta hús. Við vildum ekki ofdressa leikmyndina. Hluti af leikmyndinni var smíðaður á staðnum eins og hillurnar í borðstofunni og arininn. Þetta eru hlutir sem ég hannaði og eru einfaldir. Svo vildum við skreyta leikmyndina með svona klassískri hönnun og tímalausri. Ég hafði samband við Pennann og þeir voru mjög fljótir að kveikja á perunni.

Þeir voru mjög rausnarlegri og lánuðu okkur húsgögn. Það var mikil greiðvirkri í þeim og líka í Epal og Norr11. Það voru aðallega þessar tvær búðir sem lánuðu okkur verk. Við höfðum ekki mikið af peningum til að gera þessa mynd og vorum háð því að fyrirtæki tækju þátt í þessu með okkur,“ segir Heimir. 

Húsið var byggt í vöruskemmu í Reykjavík.
Húsið var byggt í vöruskemmu í Reykjavík. Ljósmynd/Heimir
Ljósmynd/Heimir
Ljósmynd/Heimir
Ljósmynd/Heimir

Óvenjulegt verkefni

Glæsihúsið í Villibráð var byggt í skemmu og segir Heimir að það hafi tekið þrjá mánuði að byggja það. Það þurfti að láta allt virka. Koma fyrir rafmagni og tenglum þannig að hægt væri að hafa kveikt á ljósum, bakaraofnum og öðrum raftækjum. 

„Tæknilega séð var þetta óvenjulegt verkefni því sagan gerist öll á einu kvöldi, það þarf að hafa stjórn á  lýsingu og við vildum sjá mikið útum glugga. Við vildum ekki nota tölvuverk. Við vildum sjá Keili út um gluggann og fórum þá leið að láta prenta fyrir okkur sérstakan bakgrunn sem hægt var að baklýsa og settum eldfjallið inn. Það gaus sem sagt úr Keili í myndinni, ekki eldgosið við Fagradalsfjall.“

Bætir hann því við að kvikmyndagerð sé hópíþrótt og þarna hafi allt besta samstarfsfólk sem hægt er að hugsa sér verið samankomið í þessu verkefni. 

Ljósmynd/Heimir

Ákváðum að fara alla leið

Þegar leikmynd eins og þessi er búin til er ekki nóg að reisa fjóra útveggi með gluggum. Það þurfti að setja gólf og loft í húsið sem var allt veggfóðrað að innan. Nema baðherbergið, það var flísalagt. 

„Vaskurinn á baðinu var tengdur og þetta var allt vel fúnkerandi fyrir utan klósettið. Við ákváðum að fara alla leið. Miðað við svona settöpp þá vantar oft heilu veggina. Þarna ákváðum við að bora frekar göt í veggina til að koma myndavélunum fyrir,“ segir hann. 

Ljósmynd/Heimir
Það er sama áferðin á veggjunum í húsinu í Villibráð …
Það er sama áferðin á veggjunum í húsinu í Villibráð og heima hjá Heimi og Brynhildi. Ljósmynd/Heimir
Hér má sjá verk eftir Karl Kvaran sem fer vel …
Hér má sjá verk eftir Karl Kvaran sem fer vel við Arco-lampann. Ljósmynd/Heimir
Dóra Hrund Gísladóttir fer yfir stöðuna á settinu.
Dóra Hrund Gísladóttir fer yfir stöðuna á settinu. Ljósmynd/Heimir

Tók á að elda sama matinn aftur og aftur

Villibráð var 30 daga í tökum. Heimir segir að það hafi tekið á að elda sama matinn aftur og aftur en myndin gerist á einni kvöldstund þegar hjón í Vesturbænum bjóða vinum sínum í mat. Til þess að hressa örlítið upp á stemninguna eru allir símar settir á borðstofuborðið og gengur leikurinn út á að allt sem gerist í símum gestanna og gestgjafanna þetta kvöld sé gert opinbert. Það kemur fljótt í ljós að allir lúra á einhverju sem þeir vilja ekki deila með öðru fólki. 

„Dóra Hrund Gísladóttir, Sunna Svavarsdóttir og Ásdís Sigurðardóttir vorum mjög öflugar í þessu verkefni. Dóra Hrund og Sunna voru á setti og sáu um allan matinn og símana. Dóra Hrund var líka stílisti leikmyndarinnar með mér. Það fór mikil vinna í að koma þessu öllu saman. Tala við listamennina og tína saman öll verkin.

Þegar við töldum okkur vera komin með nóg af listaverkum þá áttuðum við okkur á því að við þyrftum fleiri verk. Sigurjón Sighvatsson var rausnarlegur og lánaði okkur verk,“ segir Heimir en Sigurjón er tengdafaðir Elsu Maríu leikstjóra myndarinnar og hefur safnað listaverkum um langt skeið. 

Ljósmynd/Heimir

Beðinn um að hanna heimili fólks

Hvað gerðist þegar tökum lauk? Var öllu pakkað niður á korteri?

„Það var mjög sorglegt að þurfa að pakka leikmyndinni niður en hún var tekin niður á tveimur dögum. Það þurfti að losa stúdíóið og við urðum og koma þessu út á milli jóla og nýárs,“ segir hann en myndin var tekin upp í fyrra. 

Þegar Heimir er spurður að því hvort hann sé ekki oft beðinn um að hanna einkaheimili fólks segist hann fá slíkar beiðnir.

„Það kemur alveg fyrir en ég er svo rosalega upptekinn í kvikmyndum og líka í leikhúsi að ég hef lítinn tíma í það. Ég á kannski eftir að gera það einhvern daginn,“ segir hann og hlær.

Hér má sjá stólana eftir Svein Kjarval sem fást í …
Hér má sjá stólana eftir Svein Kjarval sem fást í Epal. Þar er líka PH-ljósið og stór motta sem rammar inn borðstofuborðið. Ljósmynd/Heimir
Ljósmynd/Heimir
Ljósmynd/Heimir
Hér sést útisvæðið en græna borðið og stólarnir eru frá …
Hér sést útisvæðið en græna borðið og stólarnir eru frá Hay. Ljósmynd/Heimir
Ljósmynd/Heimir
Ljósmynd/Heimir
Ljósmynd/Heimir
Ljósmynd/Heimir
Ljósmynd/Heimir
Ljósmynd/Heimir
Ljósmynd/Heimir
Ljósmynd/Heimir
Ljósmynd/Heimir
Ljósmynd/Heimir
Ljósmynd/Heimir
Ljósmynd/Heimir
Ljósmynd/Heimir
Ljósmynd/Heimir
Ljósmynd/Heimir
Ljósmynd/Heimir
Ljósmynd/Heimir
Ljósmynd/Heimir
Ljósmynd/Heimir
Ljósmynd/Heimir
Ljósmynd/Heimir
Hér má sá lógóið fyrir Mömmugull.
Hér má sá lógóið fyrir Mömmugull. Ljósmynd/Heimir
Rófustappa frá Mömmugulli.
Rófustappa frá Mömmugulli. Ljósmynd/Heimir
Ljósmynd/Heimir
Hér er verið að koma gróðrinum fyrir í garðinum.
Hér er verið að koma gróðrinum fyrir í garðinum. Ljósmynd/Heimir
Ljósmynd/Heimir
Heimir smíðaði arininn í húsinu.
Heimir smíðaði arininn í húsinu. Ljósmynd/Heimir
Ljósmynd/Heimir
Ljósmynd/Heimir
Hér er útisvæðið í vinnslu.
Hér er útisvæðið í vinnslu. Ljósmynd/Heimir
Nelson bekkurinn frá Vitra fór vel á ganginum. Hann fæst …
Nelson bekkurinn frá Vitra fór vel á ganginum. Hann fæst í Pennanum. Ljósmynd/Heimir
Horft inn í forstofuna.
Horft inn í forstofuna. Ljósmynd/Heimir
Ljósmynd/Heimir
Ljósmynd/Heimir
Hér er verið að koma öllu á sinn stað og …
Hér er verið að koma öllu á sinn stað og finna út úr hlutunum. Ljósmynd/Heimir
Ljósmynd/Heimir
Hér sést útsýnið út um gluggann í leikmyndinni.
Hér sést útsýnið út um gluggann í leikmyndinni. Ljósmynd/Heimir
mbl.is

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu svarar spurningum lesenda.

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum lesenda