Ebenezer og Birna gift eftir 12 ára samband

Leikkonan Birna Rún Eiríksdóttir og Ebenezer Þórarinn Einarsson eru orðin …
Leikkonan Birna Rún Eiríksdóttir og Ebenezer Þórarinn Einarsson eru orðin hjón.

Ebenezer Þórarinn Einarsson og leikkonan Birna Rún Eiríksdóttir og  eru orðin hjón eftir að hafa verið 12 ár í sambandi. Birna segir frá giftingunni á Instagram og fer fögrum orðum um lífsförunaut sinn. 

„Í gær giftist ég manni sem ég elska. Strák sem ég kynntist þegar ég var 18 ára, og allt small. 18 ára! 12 ár síðan og allt, allt hefur breyst. Í gegnum það allt tókst okkur að vaxa saman, vaxa í allskonar áttir, upp upp og áfram og líka niður niður og til baka. Það er einmitt lífið. Nú loksins berum við hringa og deilum erfðaskrá, eignum og fjármálum,“ skrifar Birna. 

Hún bætir við að hún hafi ekki gifst honum því hann væri sá eini rétti, hinn fullkomni maður, prinsinn sem bjargaði henni, draumurinn í dós hinna bleiku rósa. Né af því það væri alltaf gaman eða lífið eintómt ævintýri með honum. 

„Ég valdi að giftast honum af því lífið okkar eru allir regnbogans litir. Hann er mannlegur, einlægur og jarðbundinn. Eldar geggjaðan mat og pantar ógeðslegan skyndibita. Hann er stundum vonlaus en oft úrræðagóður. Leggur hart að sér og nennir engu. Hann sér ekki sólina fyrir mér og getur mig ekki. Gerir frábæra hluti og fáránleg mistök. Allt eins og ég,“ skrifar Birna. 

Smartland óskar þeim innilega til hamingju!

mbl.is

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

svarar spurningum lesenda

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu svarar spurningum lesenda

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum um lögfræðileg mál