„Ég var of mikið oft að pirra mig“

Jón Gunnar Geirdal er gestur Einars Bárðarsonar í hlaðvarpi hans, …
Jón Gunnar Geirdal er gestur Einars Bárðarsonar í hlaðvarpi hans, Einmitt. mbl.is/Kristinn Magnússon

Yfirplöggari aldamótakynslóðarinnar Jón Gunnar Geirdal er gestur í Einmitt, hlaðvarpi Einars Bárðar. Þeir félagar Jón Gunnar og Einar tala um plögg bransann um leið og þeir þræða slóðir nýrra ævintýra Jóns Gunnars í handritsgerð og framleiðslu fyrir sjónvarp þar sem Jón hefur getið sér gott orð. Jón þekkir líka sorgina en hann missti litlu systur sína fyrir rúmlega tveimur árum úr krabbameini sem markaði djúp spor í líf allrar fjölskyldu Jóns.

Alma, yngri systir Jóns, lést fyrir rúmlega tveimur árum. Alma hafði tekist á við átröskun, búlemíu, fíknisjúkdóma, andleg veikindi og síðasta baráttan var krabbamein sem var hennar hinsti slagur. Hún tók oft skrítnar ákvarðanir að fjölskyldunni fannst, nánast stýrði inn í storminn og stóð þar dansandi eins og Jón orðar það.

„Við vorum alla tíð mjög samrýmd og ég tók hlutverkið stóri bróðir mjög alvarlega,“ segir hann.

Barátta Ölmu síðustu mánuðina var erfið.

„Ég var of mikið oft að pirra mig,“ segir Jón Gunnar og bætir við: 

„Við vorum ekki alltaf sammála systkinin. Hún reykti og drakk kók alveg inn í hið endalausa.“

Jón talar um það hvernig það fór illa í hann en svo þegar hann leit nánar á stöðuna þá var það hún sem var að ráðstafa sínum síðustu dögum.

„En þetta var bara óöryggi í okkur fjölskyldunni og systkinunum. Við vildum bara meiri tíma með litlu systur,“ segir hann. 

Hægt er að hlusta á þáttinn á hlaðvarpsvef mbl.is. 

mbl.is

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

svarar spurningum lesenda

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu svarar spurningum lesenda

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum um lögfræðileg mál