Greta og Elvar ganga í það heilaga í vor

Greta Salóme Stefánsdóttir og Elvar Karlsson ætla að gifta sig …
Greta Salóme Stefánsdóttir og Elvar Karlsson ætla að gifta sig í vor. Morgunblaðið/Hanna

Greta Salóme Stefánsdóttir söngkona og Elvar Karlsson ætla að gifta sig í vor. Parið trúlofaði sig þegar þau voru á ferðalagi um Taíland árið 2018 og nú ætla þau að láta pússa sig saman eftir tæplega fimm ára trúlofun.

Greta Salóme sagði frá fyrirhuguðu brúðkaupi á Instagram í dag, Valentínusardag, og sagðist ekki geta beðið eftir því að geta kallað hann eiginmann sinn eftir tvo mánuði.

Greta og Elvar eignuðust sitt fyrsta barn í lok nóvember á síðasta ári og hefur litli drengurinn fengið nafnið Bjartur Elí.

Skjáskot/Instagram
mbl.is

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

svarar spurningum lesenda

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu svarar spurningum lesenda

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum um lögfræðileg mál