Instagram: Flæðandi ástarjátningar og pottaferðir

Vikan var hressileg á Instagram.
Vikan var hressileg á Instagram. Ljósmynd/Samsett

Það er febrúar í fólki með tilheyrandi ástarjátningum, Valentínusardegi og konudegi. Félagsmiðlar blómstruðu hjá öllu ástfangna fólkinu sem birti mynd af makanum. Hinir einhleypu skemmtu sér með öðrum hætti. Fóru á árshátíðir og skelltu sér í heita potta. 

Ástarjátning Júlí Heiðars! 

Tónlistarmaðurinn Júlí Heiðar birti mynd af unnustu sinni, Þórdísi Björk Þorfinnsdóttur, á Instagram. „Þú ert sólin, tunglið og stjörnurnar allar,“ sagði hann meðal annars. 

Geggjuð konudagskona!

Dagbjört Rúriksdóttir birti fallega mynd af sér í tilefni af konudeginum. 

Flottur í tauinu! 

Hjúkrunarfræðingurinn Viktor Andersen klæddi sig upp á og fór í tvíhnepptan jakka, þröngar buxur og hvíta spariskó. 

Dásamlega New York! 

Karitas Sveinsdóttir og Hafsteinn Júlíusson hönnuðir nutu New York í Bandaríkjunum ásamt dætrum sínum tveimur. 

Lætur kuldann ekki stoppa sig! 

Fegurðardrottningin og fyrirsætan, Elísabet Hulda Snorradóttir, pósaði fyrir utan Landsbanka Íslands í stuttu pilsi og háum svörtum stígvélum. 

View this post on Instagram

A post shared by Elísabet (@elisabet_hulda)

Afmælis!

Sara Lind sem oft er kennd við tískuvöruverslunina Júník hélt upp á afmæli dætra sinna. 

Búbblur í fjallinu! 

Þórhildur Þorkelsdóttir fyrrverandi fjölmiðlakona og núverandi kynningarfulltrúi BHM fékk sér búbblur í Hlíðafjalli ásamt vinkonum sínum. 

Glæsileg á árshátíð!

Ylfa Helgadóttir, kokkur og lögfræðinemi, klæddi sig upp á um helgina og skellti sér á árshátíð Orators. 

View this post on Instagram

A post shared by Ylfa (@ylfahelgadottir)

Ævintýra-Ari! 

Ari Magg ljósmyndari birti myndir frá vinnudegi sínum. Skrifstofa dagsins innihélt stórbrotna íslenska náttúru, undurfagra fyrirsætu og sjálfan Ísak Frey Helgason förðunarmeistara. 

View this post on Instagram

A post shared by arimagg (@arimagg)

Vísitölufjölskyldan! 

Guðrún Sørtveit hélt upp á þriggja ára afmæli dóttur sinnar og svo héldu þau nafnaveislu. Mæðgurnar voru með blómakrans í hárinu og gleðin leyndi sér ekki. 

Geggjaðar á árshátíð! 

Lögfræðineminn og áhrifavaldurinn, Helga Margrét, skellti sér á árshátíð Orators. 

Flottust í heita pottinum!

Ragga Ragnars sunddrottning og leikkona naut lífsins á Hrafntinna Villa á dögunum. 

Móðir á ferð! 

Sigurlaug Sara Gunnarsdóttir birti mynd af sér og syninum á Instagram. 

Skálað í útskrift!

Áhrifavaldurinn Lína Birgitta Sigurðardóttir fagnaði því um helgina að vera orðin viðskiptafræðingur. 

Þakklát á afmælisdaginn!

Viðskiptafræðingurinn og skóhönnuðurinn, Andrea Röfn Jónasdóttir, fagnaði hækkandi aldri og birti fallega mynd af sér með syni sínum í Svíþjóð.

View this post on Instagram

A post shared by Andrea Röfn (@andrearofn)

Á forsetalista!

Þjálfarinn og sálfræðineminn, Telma Fanney Magnúsdóttir, birti einlæga færslu í vikunni þegar hún komst á forsetalista sálfræðideildar Háskólans í Reykjavíkur fyrir góðan námsárangur á síðustu önn. 

View this post on Instagram

A post shared by Telma Fanney (@telmaafanney)

Moon Boots og sólgleraugu!

Áhrifavaldurinn Sunneva Eir Einarsdóttir skartaði grænum Moon Boots, eða tunglstígvélum, og töff sólgleraugum. 

Fullkominn Valentínusardagur!

Hulda Vigdísardóttir, fegurðardrottning og fyrirsæta, fagnaði Valentínusardeginum í faðmi fjölskyldunnar. 

Birgitta í brekkunum!

Tónlistarkonan Birgitta Haukdal skellti sér lóðbeint til Madonna á Spáni með Heimsferðum eftir að Idol-stjörnuleit lauk. 

Ef þú ert í efa

Skaltu klæðast svörtu, það veit Tanja Ýr Ástþórsdóttir áhrifavaldur og athafnakona.

View this post on Instagram

A post shared by T A N J A Ý R (@tanjayra)

Gella! 

Jóhanna Helga Jensdóttir, áhrifavaldur og raunveruleikastjarna, skálaði í hvítu um helgina. 

Hvað á ég að skrifa?

Fyrrverandi fótboltakappinn, Rúrik Gíslason, var ekki viss hvað hann ætti að skrifa við mynd af sér.

Öll ástin!

Ingileif Friðriksdóttir, fjölmiðlakona og leikstjóri, birti fallega mynd af sér í Hörpu. 

Gelluferð!

Lilja Gísladóttir, sérfræðingur á markaðssviði hjá Hagkaup, skellti sér í stutta gelluferð til Manchester.

Kósí í bústað!

Elín Erna Stefánsdóttir, förðunarfræðingur og áhrifavaldur, skellti sér í bústað með fjölskyldunni.

29 ára!

Fjölmiðlakonan Chanel Björk fagnaði 29 ára afmæli sínu í síðustu viku.

View this post on Instagram

A post shared by Chanel Björk (@chanelbjork)

Valentínusarskvísa!

Heiðdís Rós Reynisdóttir samfélagsmiðlastjarna minnti á að það er best að byrja á því að elska sjálfan sig áður en maður fer að elska einhvern annan. 

Brynhildur fór í bæinn!

TikTok-stjarnan Brynhildur Gunnlaugsdóttir skvísaði sig upp og skellti sér niður í miðbæ Reykjavíkur.

Í rauðu!

Sara Miller skellti sér í heita pottinn á Valentínusardaginn.

Afmæli!

Fyrirsætan Nadía Sif Líndal óskaði sínum manni til hamingju með daginn. 

Ástfangin!

Franska fyrirsætan Sophie Gordon birti fallega mynd af sér og kærasta sínum, landsliðsmanninum Birki Bjarnasyni.

mbl.is

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

svarar spurningum lesenda

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu svarar spurningum lesenda

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum um lögfræðileg mál