Það er febrúar í fólki með tilheyrandi ástarjátningum, Valentínusardegi og konudegi. Félagsmiðlar blómstruðu hjá öllu ástfangna fólkinu sem birti mynd af makanum. Hinir einhleypu skemmtu sér með öðrum hætti. Fóru á árshátíðir og skelltu sér í heita potta.
Tónlistarmaðurinn Júlí Heiðar birti mynd af unnustu sinni, Þórdísi Björk Þorfinnsdóttur, á Instagram. „Þú ert sólin, tunglið og stjörnurnar allar,“ sagði hann meðal annars.
Dagbjört Rúriksdóttir birti fallega mynd af sér í tilefni af konudeginum.
Hjúkrunarfræðingurinn Viktor Andersen klæddi sig upp á og fór í tvíhnepptan jakka, þröngar buxur og hvíta spariskó.
Karitas Sveinsdóttir og Hafsteinn Júlíusson hönnuðir nutu New York í Bandaríkjunum ásamt dætrum sínum tveimur.
Fegurðardrottningin og fyrirsætan, Elísabet Hulda Snorradóttir, pósaði fyrir utan Landsbanka Íslands í stuttu pilsi og háum svörtum stígvélum.
Sara Lind sem oft er kennd við tískuvöruverslunina Júník hélt upp á afmæli dætra sinna.
Þórhildur Þorkelsdóttir fyrrverandi fjölmiðlakona og núverandi kynningarfulltrúi BHM fékk sér búbblur í Hlíðafjalli ásamt vinkonum sínum.
Ylfa Helgadóttir, kokkur og lögfræðinemi, klæddi sig upp á um helgina og skellti sér á árshátíð Orators.
Ari Magg ljósmyndari birti myndir frá vinnudegi sínum. Skrifstofa dagsins innihélt stórbrotna íslenska náttúru, undurfagra fyrirsætu og sjálfan Ísak Frey Helgason förðunarmeistara.
Guðrún Sørtveit hélt upp á þriggja ára afmæli dóttur sinnar og svo héldu þau nafnaveislu. Mæðgurnar voru með blómakrans í hárinu og gleðin leyndi sér ekki.
Lögfræðineminn og áhrifavaldurinn, Helga Margrét, skellti sér á árshátíð Orators.
Ragga Ragnars sunddrottning og leikkona naut lífsins á Hrafntinna Villa á dögunum.
Sigurlaug Sara Gunnarsdóttir birti mynd af sér og syninum á Instagram.
Áhrifavaldurinn Lína Birgitta Sigurðardóttir fagnaði því um helgina að vera orðin viðskiptafræðingur.
Viðskiptafræðingurinn og skóhönnuðurinn, Andrea Röfn Jónasdóttir, fagnaði hækkandi aldri og birti fallega mynd af sér með syni sínum í Svíþjóð.
Þjálfarinn og sálfræðineminn, Telma Fanney Magnúsdóttir, birti einlæga færslu í vikunni þegar hún komst á forsetalista sálfræðideildar Háskólans í Reykjavíkur fyrir góðan námsárangur á síðustu önn.
Áhrifavaldurinn Sunneva Eir Einarsdóttir skartaði grænum Moon Boots, eða tunglstígvélum, og töff sólgleraugum.
Hulda Vigdísardóttir, fegurðardrottning og fyrirsæta, fagnaði Valentínusardeginum í faðmi fjölskyldunnar.
Tónlistarkonan Birgitta Haukdal skellti sér lóðbeint til Madonna á Spáni með Heimsferðum eftir að Idol-stjörnuleit lauk.
Skaltu klæðast svörtu, það veit Tanja Ýr Ástþórsdóttir áhrifavaldur og athafnakona.
Jóhanna Helga Jensdóttir, áhrifavaldur og raunveruleikastjarna, skálaði í hvítu um helgina.
Fyrrverandi fótboltakappinn, Rúrik Gíslason, var ekki viss hvað hann ætti að skrifa við mynd af sér.
Ingileif Friðriksdóttir, fjölmiðlakona og leikstjóri, birti fallega mynd af sér í Hörpu.
Lilja Gísladóttir, sérfræðingur á markaðssviði hjá Hagkaup, skellti sér í stutta gelluferð til Manchester.
Elín Erna Stefánsdóttir, förðunarfræðingur og áhrifavaldur, skellti sér í bústað með fjölskyldunni.
Fjölmiðlakonan Chanel Björk fagnaði 29 ára afmæli sínu í síðustu viku.
Heiðdís Rós Reynisdóttir samfélagsmiðlastjarna minnti á að það er best að byrja á því að elska sjálfan sig áður en maður fer að elska einhvern annan.
TikTok-stjarnan Brynhildur Gunnlaugsdóttir skvísaði sig upp og skellti sér niður í miðbæ Reykjavíkur.
Sara Miller skellti sér í heita pottinn á Valentínusardaginn.
Fyrirsætan Nadía Sif Líndal óskaði sínum manni til hamingju með daginn.
Franska fyrirsætan Sophie Gordon birti fallega mynd af sér og kærasta sínum, landsliðsmanninum Birki Bjarnasyni.