Instagram: Djamm, dekur og Kanaríeyjar

Áhrifavaldar nutu alls þess besta sem lífið býður upp á.
Áhrifavaldar nutu alls þess besta sem lífið býður upp á. Ljósmynd/Samsett

Vikan var fjörug hjá fólkinu í landinu. Fólk fór á djammið og andaði að sér vorinu. Þeir sem voru ekki í þeim pælingum lögðu land undir fót, renndu sér á skíðum eða fóru til heitari landa. 

Helsátt í sandhólunum! 

Hildur Sif Hauksdóttir áhrifavaldur er stödd á eyjunni Gran Canaria, sem Íslendingar kalla alltaf Kanaríeyjar. Á eyjunni eru sandhólar en líka ein frægasta nektarströnd Spánar. 

1 árs afmæli! 

Magnús Sigurbjörnsson og Albjörg Guðmundsdóttir fögnuðu því að sonurinn væri orðinn ársgamall.

Alltaf í stuði! 

Skjöldur Eyfjörð eða Mio eins og hann kallar sig klæddi sig í pallíettur 

View this post on Instagram

A post shared by Mio Eyfjord (@mioeyfjord)

Allt upp á 10!

Anna Lara Orlowsak mætti í bláum satínkjól á árshátíð SFHR! 

Vorboði í bláum jakka! 

Guðrún Kjartansdóttir lyfjafræðingur er alltaf eins og klippt út úr tískublaði. Hér er hún í bláum jakka og útvíðum gallabuxum. Það þýðir bara eitt. Vorið er að koma! 

Flottur í tauinu en líka klár! 

Þorvaldur Davíð Kristjánsson leikari vann til verðlauna í Berlín í vikunni. Hann klæddist bláum tvíhnepptum jakkafötum með svörtum boðungum. 

Eitruð! 

Lögfræðineminn og áhrifavaldurinn Helga Margrét skartaði eiturgrænum samfestingin og skóm í stíl. 

Hljóp frá sér allt vit! 

Ofurhlauparinn Sigurjón Ernir tók þátt í 32 km hlaupi og fór létt með það. 

Þetta gerist ekki að sjálfu sér! 

Kristbjörg Jónasdóttir heldur sér í formi með ýmsum hætti. Hér sippaði hún eins og hún ætti lífið að leysa. 

View this post on Instagram

A post shared by ✨Kris J✨ (@krisjfitness)

Viktor á kristilegum nótum! 

Hjúkrunarfræðingurinn Viktor Andersen fékk sér kaffi í ljósum jakkafötum og sagði fylgjendum sínum að Jesú elskaði sigurvegara. Það getur vel verið en elskaði Jesú ekki alla jafnt?

Með speglagleraugu á Kanarí! 

Sunneva Eir Einarsdóttir viðskiptafræðingur og áhrifavaldur er stödd á Gran Canaria. Hún sposseraði í svörtum baðfötum með hvít speglagleraugu. 

Heldur upp á lífið! 

Ívar Guðmundsson útvarpsmaður á Bylgjunni er staddur á Tenerife ásamt eiginkonu sinni, Dagnýju Dögg sem varð fertug í vikunni. Þau héldu upp á afmæli hennar með nautasteik. 

Vítamíndrottning á skíðum!

Katrín Amni naut lífsins í Madonna þar sem hún renndi sér niður brekkurnar af mikilli fagmennsku. 

View this post on Instagram

A post shared by Katrín Amni (@katrinamni)

Magabolur á Kanarí! 

Áhrifavaldurinn Ína María klæddist magabol á Gran Canaria en hún er þar á ferð með vinkonum sínum. 

Gella í grænu! 

Tiktok-stjarnan Brynhildur Gunnlaugsdóttir klæddi sig upp á í grænan kjól. 

Þrítug!

Söngkonan Elísabet Ormslev fagnaði nýjum áratug með sínu besta fólki.

Lífið er gott í Mexíkó!

Saga Garðarsdóttir leikkona og eignmaður hennar, tónlistarmaðurinn Snorri Helgason, eru á ferðalagi um Mexíkó.

Ungfrúin í Mílanó!

Hrafnhildur Haraldsdóttir, ungfrú Ísland árið 2022, er stödd á tískuvikunni í Mílanó um þessar mundir. 

Minning frá Kænugarði!

Söngkonan Svala Björgvinsdóttir minntist þess þegar hún tók þátt í Eurovision í Kænugarði í Úkraínu.

View this post on Instagram

A post shared by SVALA (@svalakali)

Ekki hægt að hafa það betra!

Rapparinn Emmsjé Gauti hefur það gott í sólinni með sínu besta fólki.

Djammað í Dublin!

Áhrifavaldurinn og förðunarfræðingurinn, Elín Erna Stefánsdóttir, skellti sér til Dublin á Írlandi um helgina.

Söngvakeppnisfjör!

Unnsteinn Manuel Stefánsson, kynnir í Söngvakeppni sjónvarpsins, birti glæsilegar myndir frá veislu helgarinnar.

View this post on Instagram

A post shared by UNNSTEINN (@unistefson)

Skíðadrottningin af Austurríki!

Camilla Rut Rúnarsdóttir er í skíðaferð í Austurríki með sínu besta fólki. Hún er búin með skíðakennsluna og er nú allt í einu orðin fáránlega góð, að eigin sögn.

View this post on Instagram

A post shared by CAMY (@camillarut)

Í formi merð Karitas

Einn heitasti leikfimiskennarinn í dag, Karitas María Lárusdóttir, sýndi fantagóðar æfingar sem ætti að nýtast fólki sem vill koma sér í form. 

Með allt á hreinu! 

Saga B. setti sig í stellingar! 

View this post on Instagram

A post shared by @sagabofficial

mbl.is

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

svarar spurningum lesenda

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu svarar spurningum lesenda

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum um lögfræðileg mál