Stefán Jak og Kristín Sif giftast í september

Stefán Jakobsson og Kristín Sif Björgvinsdóttir ætla að ganga í …
Stefán Jakobsson og Kristín Sif Björgvinsdóttir ætla að ganga í það heilaga í september.

Tónlistarmaðurinn Stefán Jakobsson og Kristín Sif Björgvinsdóttir ætla að ganga í heilagt hjónaband 23. september. Brúðkaupið verður haldið í Mývatnssveit þar sem Stefán býr. Parið hnaut um hvort annað á síðasta ári og hafa verið óaðskiljanleg síðan. 

Hann er söngvari í þungarokkshljómsveitinni Dimmu og hefur gert það gott í tónlistinni síðustu árin. Auk þess að vera rokkstjarna er hann tónlistarkennari. 

Kristín Sif er útvarpsstjarna á K100 en hún stýrir morgunþættinum Ísland vaknar ásamt Ásgeiri Páli. Hún er líka íþróttakona og stundar Crossfit af fullum krafti og svo getur hún lamið mann og annan því hún er líka boxari. 

Um þessar mundir er undirbúningur í fullum gangi fyrir stóra daginn. 

Smartland óskar þeim til hamingju með ástina! 

mbl.is

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

svarar spurningum lesenda

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu svarar spurningum lesenda

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum um lögfræðileg mál