Instagram: Skvísulæti á lokastigi

Það var líf og fjör á Instagram í síðustu viku.
Það var líf og fjör á Instagram í síðustu viku. Ljósmynd/Samsett

Vikan var hressileg á Instagram. Það var vor í lofti og fólk naut þess að klæða sig upp á og bregða fyrir sig betri fætinum. Skvísulætin voru að fara með fólk ef marka má félagsmiðilinn. Hinir fóru til Gran Canaria. 

Skvísulæti í Aþenu! 

Móeiður Lárusdóttir tók sig vel út með svört sólgleraugu, Louis Vuitton tösku og háum grófum stígvélum. 

Með speglagleraugu!

Magnea B. Jónsdóttir naut lífsins á Gran Canaria. 

Geggjað baksviðs! 

Alexandra Sif Nikulásdóttir var ein af þeim sem var að farða fyrir Söngvakeppni Sjónvarpsins sem fram fór á laugardaginn. 

Naut lífsins í Reykjavík!

Alexandra Bernharð klæddi sig upp á og skálaði fyrir lífinu! 

30 ára og til í allt! 

Saga B fagnaði 30 ára afmæli sínu í vikunni. 

View this post on Instagram

A post shared by @sagabofficial

Lagði mikinn metnað í dressið! 

Helga Margrét Agnarsdóttir sérvaldi föt fyrir laugardagskvöldið! 

Lífið er ströggl! 

Vilhelm Anton Jónsson var önnum kafinn við að semja spurningar fyrir næsta þátt af Nei hættu nú alveg hlaðvarpinu. Eins og sést á myndinni getur þetta tekið á. 

Tilnefning og tennur! 

Leikkonan Aldís Amah Hamilton sagði frá því að lífið væri allskonar en hún lenti í því að tennurnar í henni brotnuðu 1998. Það hefur gert það að verkum að hún hefur þurft að vera mikið hjá tannlæknum sem hefur tekið mikið á.

Unnur fagnaði ástinni! 

Unnur Eggertsdóttir leikkona fagnaði því að kærasti hennar ætti afmæli. 

Fór í göngutúr með barnið! 

Ástrós Traustadóttir varð móðir á dögunum. Hún naut þess að fara með barnið í göngutúr í miðbæ Reykjavíkur í grágrænum Bugaboo. 

10 daga partí! 

Steiney Skúladóttir fór til Rio de Janeiro í Brasilíu og djammaði svo mikið að hún mun líklega ekki mæta í partí fyrr en 2025. 

Heimilisleg! 

Halla Vilhjálmsdóttir bakaði ekta gamaldags perutertu, súkkulaðiköku og pönnukökur svo eitthvað sé nefnt. 

Skemmti sér konunglega! 

Leikarinn og spéfuglinn, Starkaður Pétursson, djammaði með Gylfa Ægissyni söngvara. 

Skellti sér til eyja! 

Söngvarinn Jógvan Hansen fór til Vestmannaeyja og fannst það geggjað. 

View this post on Instagram

A post shared by Jógvan Hansen (@jogvan)

Burberry-gella!

Sunneva Eir Einarsdóttir áhrifavaldur pósaði í Burberry-baðfötum á Gran Canaria. 

Allt að gerast í Ölpunum! 

Camilla Rut Rúnarsdóttir fór í skíðaferð til Austurríkis með nýja kærastanum. 

View this post on Instagram

A post shared by CAMY (@camillarut)

Parísardama! 

Lína Birgitta Sigurðardóttir áhrifavaldur birti mynd af sér frá París. 

Kvaddi ljósu lokkana!

Crossfit-stjarnan Katrín Tanja Davíðsdóttir sagði skilið við ljósu lokkana í vikunni og litaði hárið á sér dökkt.

Á rölti um Kaupmannahöfn!

Tiktok-stjarnan Birta Hlín Sigurðardóttir fagnaði vorinu í töff dressi.

View this post on Instagram

A post shared by Birta Hlin (@birtahlin)

Flott á árshátíð!

Landsliðskonan og fyrirsætan, Hildigunnur Þórarinsdóttir, skellti sér á árshátíð hjá Háskólanum í Reykjavík.

Vinir á ferðalagi!

Ljósmyndarinn Eydís María Ólafsdóttir beraði óléttukúluna og stillti sér upp með hundinum Mosa á fallegri mynd. 

View this post on Instagram

A post shared by EYDIS (@eydismariaolafs)

Á leiðinni til Liverpool!

Langþráður draumur söngkonunnar Diljá Pétursdóttur rættist um helgina þegar hún vann Söngvakeppni sjónvarpsins. 

Afmælisveisla!

Hlaðvarpsstjarnan Birta Líf Ólafsdóttir fagnaði 27 ára afmæli sínu með stæl. 

View this post on Instagram

A post shared by Birta Líf (@birtalifolafs)

Álag í sólinni!

Leikkonan og áhrifavaldurinn, Kristín Pétursdóttir, sólaði sig í vinkonuferð. 

Stolt kærasta!

Leikkonan Íris Tanja Flygenring lofsöng kærustu sína, Elínu Eyþórsdóttur, í fallegri færslu eftir Söngvakeppnina. 

View this post on Instagram

A post shared by Íris Tanja (@iristanja)

Fyrirmyndarpía!

Elín Erna Stefánsdóttir, áhrifavaldur og förðunarfræðingur, klæddi sig upp á um helgina. 

Galla-Rúrik!

Áhrifavaldurinn Rúrik Gíslason sat fyrir í gallabuxum, gallaskyrtu og gallajakka. Toppið það!

Afmælisveisla!

Athafnakonan Tanja Ýr Ástþórsdóttir birti fallega myndaseríu frá afmælisdeginum sínum. 

View this post on Instagram

A post shared by T A N J A Ý R (@tanjayra)

Matardagbók!

TikTok-stjarnan Brynhildur Gunnlaugsdóttir fór yfir það sem hún borðaði á einum degi. 

Bílakjallaraskvís!

Áhrifavaldurinn og förðunarfræðingurinn, Fanney Dóra Veigarsdóttir, lét ekki sitt eftir liggja og tók myndir af sér í bílakjallara.

mbl.is

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

svarar spurningum lesenda

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu svarar spurningum lesenda

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum um lögfræðileg mál