Ásdís Rán verður í hlutverki hjákonu auðugs manns

Ásdís Rán Gunnarsdóttir er á leið til Búlgaríu til þess …
Ásdís Rán Gunnarsdóttir er á leið til Búlgaríu til þess að leika í bíómynd. Ljósmynd/Momchil Hristov

Ásdís Rán Gunnarsdóttir mun fara með eitt af aðalhlutverkunum í nýjustu mynd Lorenzo Faccenda sem er ítalskur leikstjóri. Myndin verður tekin upp í Búlgaríu og er Ásdís Rán á leið út í tökur. Hún var ráðin í verkefnið í gegnum umboðsmann sinn í Sofíu í Búlgaríu. Ásdís Rán hefur leikið nokkur aukahlutverk í gegnum tíðina en þetta er fyrsta skipti sem hún er í aðalhlutverki í kvikmynd og það sé stórt skref. 

„Ég fékk draumahlutverk. Ég leik hjákonu auðugs manns og ræð mann til þess að drepa konuna hans. Myndin er tekin upp á ensku og fara tökur fram í Búlgaríu en myndin á að gerast í Evrópskri stórborg. Tökur hefjast í byrjun apríl en ég fer út í næstu viku,“ segir Ásdís Rán í samtali við Smartland og játar að hún sé spennt fyrir þessu hlutverki. 

„Ég á eflaust ekki erfitt með að setja mig í þetta hlutverk,“ segir hún og hlær og bætir við: 

„Það væri miklu erfiðara fyrir mig að leika bókasafnsvörð.“

Nú, hvernig þá?

„Það er auðvelt fyrir mig að setja mig í „fansy glamúrhlutverk“ því ég hef góða reynslu af því í gegnum auglýsingar og myndatökur,“ segir Ásdís Rán og er þá að vísa í fyrirsætuferil sinn en hún var 14 ára þegar hún sat fyrir í fyrsta skipti. 

Ljósmynd/Momchil Hristov

Hvernig hefur þú undirbúið þig fyrir hlutverkið?

„Ég er að dunda mér í handritinu núna. Læra söguþráðinn og textana mína. Þetta kom bara inn á borð fyrir um mánuði þannig að ég hef ekki mjög mikinn tíma til að undirbúa mig.“

Ásdís Rán segir að kvikmyndaiðnaðurinn í Búlgaríu sé stór. 

„Það er mikið af Evrópskum myndum og líka amerískum teknar upp á þessum slóðum. Þeir eru með nokkur risa kvikmyndaver og frábærar aðstöður í Búlgaríu,“ segir hún. 

Ásdís Rán heldur úti hlaðvarpsþættinum Krassandi konur en hann verður í pásu á meðan hún fer með hlutverk brjáluðu hjákonunnar í Búlgaríu. 

Ljósmynd/Momchil Hristov
mbl.is
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Ásdís Ósk Valsdóttir
Ásdís Ósk Valsdóttir
Árelía Eydís Guðmundsdóttir
Árelía Eydís Guðmundsdóttir

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum um lögfræðileg mál