Instagram: Gellur gelluðu yfir sig

Ljósmynd/Samsett

Það er vor í fólki ef marka má vikuna á félagsmiðlinum Instagram. Fólk klæddi sit upp á og fór út í góða veðrið þótt það væri ægilegt gluggaveður. Þeir sem voru ekki út í góða veðrinu létu sig dreyma um eldri ferðalög eða skelltu sér á Edduna sem fram fór í gærkvöldi. Ef það er eitthvað sem einkenndi vikuna þá voru það allar gellurnar sem gelluðu yfir sig í vikunni. 

Fegurðardís!

Elísa Gróa klæddi sig í bleikan gimsteinabol og setti í sig krullur. 

Tískuskvís!

Hildur Sif Hauksdóttir pósaði í hvítum gallabuxum í verslun í Soho-hverfi Lundúna. Takið eftir Diesle-beltinu sem hún er með. 

Rándýr sjálfa! 

Tónlistarmaðurinn Jogvan Hansen birti mynd af sér og Gísla Erni Garðarssyni sem er leikari og leikstjóri. Myndin var tekin á Vinnustofu Kjarval og klæddist Gísli Örn hvítum jakkafötum eins og alvöru útrásarvíkingur. Sem er ekki skrýtið því hann er augljóslega undir áhrifum auðmannatískunnar eftir að hafa leikstýrt tveimur þáttum af EXIT. 

View this post on Instagram

A post shared by Jógvan Hansen (@jogvan)

Kom á óvart! 

Þórunn Antonía Magnúsdóttir rifjaði það upp hvað hún var gapandi hissa á því þegar hún komst að því að hún ætti von á dreng þegar hún gekk með sitt annað barn. 

Naut lífsins! 

Áhrifavaldurinn Fanney Dóra fór í vetrarkápu og naut kyrrðarinnar. 

Tvær í stuði! 

Inga Tinna Sigurðardóttir einn af eigendum Dinout mætti á Edduna. Hér er hún með Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur ráðherra. 

Heimilisleg stemning! 

Haraldur Þorleifsson birti mynd úr eldhúsinu heima hjá sér. Eins og sést er heimilið einstaklega fallegt. 

Stuð á Eddunni!

Eddu-verðlaunin voru veitt við hátíðlega athöfn í Háskólabíói í gær. Selma Björnsdóttir, söng- og leikkona, lét sig svo sannarlega ekki vanta. 

View this post on Instagram

A post shared by Selmabjorns (@selmabjorns)

Ráðherra lét sig ekki vanta!

Lilja D. Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, lét sig ekki vanta á Eddu-verðlaunin en henni hlotnaðist sá heiður að veita Ágústi Guðmundssyni leikstjóra heiðursverðlaun Eddunnar.

Bónorð í -20°c!

Ferðaljósmyndararnir Benjamin Hardman og Eydís María Ólafsdóttir trúlofuðu sig Eyjafjallajökli í -20 gráðum. 

Árshátíðargella!

Fjölmiðlakonan Berglind Festival Pétursdóttir skellti sér á árshátíð stjórnarráðsins um helgina. 

Tenerife hvíld!

Mari Järsk, hlaupadrottning með meiru, hélt hvíldardaginn heilagan á eyjunni fögru í suðri, Tenerife.

Parísarsöknuður!

Raunveruleikaþáttastjarnan Jóhanna Helga Jensdóttir birti gamla mynd frá því hún var í París í Frakklandi.

Vor í lofti!

Vorið er óneitanlega í loftinu, þá sérstaklega í Kortrijk í Belgíu þar sem TikTok-stjarnan Brynhildur Gunnlaugsdóttir er stödd.

Tilnefndir!

Raunveruleikaþættirnir Æði hlutu tilnefningu til Eddu-verðlaunanna. Þó þeir Binni Glee, Patrekur Jamie, Bassi Maraj, Gunnar Skírnir og Sæmundur hafi ekki farið heim með styttu eru þeir æði.

View this post on Instagram

A post shared by BRYNJAR (@binniglee)

Ef ég sé með hattinn!

Raunveruleikastjarnan og áhrifavaldurinn Sunneva Eir Einarsdóttir stillti sér upp með hatt.

Chicago-gellur!

Jóhanna Guðrún Jónsdóttir og Þórdís Björk Þorfinnsdóttir, aðalleikkonur söngleiksins Chicago, tóku mynd af sér í búningunum. 

Með Clinton!

Eliza Reid, forsetafrú Íslands, stillti sér upp með Hillary Rodham Clinton, fyrrverandi forsetaframbjóðanda. Það var rúsínan í pylsuendanum að mati Elizu.

View this post on Instagram

A post shared by Eliza Reid (@elizajeanreid)

Fjölskylda!

Katrín Edda Þorsteinsdóttir, verkfræðingur og áhrifavaldur, birti fallega mynd af sér og fjölskyldunni. 

View this post on Instagram

A post shared by Katrin Edda (@katrinedda)

Skreppstúr til London!

Hið ástfangna par, Kristín Sif Björgvinsdóttir og Stefán Jakobsson, skellti sé til London að sá Gunnar Nelson berjast.

View this post on Instagram

A post shared by Kristin Sif (@kristinbob)

 Á rauða dreglinum!

Camilla Rut Rúnarsdóttir klæddi sig upp og gekk rauða dregilinn í vikunni. 

View this post on Instagram

A post shared by CAMY (@camillarut)

Sólskin við Seljalandsfoss!

Fyrrverandi fegurðardrottningin Hildur María Leifsdóttir var glæsileg í sólinni við Seljalandsfoss. 

View this post on Instagram

A post shared by Hildur Maria (@hildurmariaa)

Í fyrsta sæti!

Crossfit-stjarnan Sara Sigmundsdóttir tók vel á því í vikunni.

Afmælis!

Samfélagsmiðlastjarnan Álfgrímur Aðalsteinsson fagnaði 26 ára afmæli sínu með stæl. 

Ofurskvísa!

Fyrrverandi fegurðardrottningin Fanney Ingvarsdóttir var sérlega smart um helgina. 

mbl.is
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Ásdís Ósk Valsdóttir
Ásdís Ósk Valsdóttir
Árelía Eydís Guðmundsdóttir
Árelía Eydís Guðmundsdóttir

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum um lögfræðileg mál