Byrjaði nýlega að sofa aftur í náttfötum

Bragi Bergsson keppti í Söngvakeppni Sjónvarpsins á dögunum.
Bragi Bergsson keppti í Söngvakeppni Sjónvarpsins á dögunum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Bragi Bergsson sló eftirminnilega í gegn í Söngvakeppninni á dögunum. Bragi, sem er uppalinn í Svíþjóð, nýtur alls þess sem Ísland hefur upp á að bjóða þegar hann er hér á landi og hefur alls ekki sagt skilið við landið þó að hann eigi líka stóran aðdáendahóp í landinu sem hann ólst upp í. 

Hvað borðar þú í morgunmat?

„Á Íslandi er ég mikið búinn að borða það sem er ekki til í Svíþjóð, skyr og Cheerios.“

Hvað gerir þú til þess að halda þér í formi?

„Ég er vanur að mæta á fótboltaæfingar oft í viku. En núna er ég meira í ræktinni að lyfta og á hlaupabrettinu. Ég hef líka spilað bandí og körfubolta á fimmtudögum í háskólanum með nokkrum vinum og svo finnst mér líka gott að fara í sund.“

Hvaða snyrtivöru notar þú mest?

„Tannkrem, sápu, andlitskrem, svitalyktareyði og hárgel.“

Hvaða lag ert þú að hlusta á þessa dagana?

„Ég er mikið búinn að hlusta á sænsku Eurovision-lögin. Mest Tattoo með Loreen og Air með Marcus & Martinus.“

Hvaða þætti ertu að horfa á?

„Núna er ég að horfa á Full Swing á Netflix. Þættir þar sem þú færð að fara a bak við tjöldin og kynnast atvinnugolfurum.“

Hver er uppáhaldsborgin þín?

„Reykjavík, Stokkhólmur og Gautaborg.“

Hvaða hlaðvarp ertu að hlusta á?

„Ég hlusta ekki mikið á hlaðvörp. Ég hlustaði reyndar á þáttinn Með Söngvakeppnina á heilanum þegar ég var í þættinum!“

Áttu þér uppáhaldsflík?

„Á veturna eru það náttfötin. Ég byrjaði nýlega að sofa aftur í náttfötum og mér líður eins og litlum strák aftur og sef svo vel. Hlýtt og gott.“

Hvaða hluti notar þú mest?

„Símann – hef heyrt að ég þurfi eiginlega að reyna að minnka það. En já, ég nota símann langmest og alls konar smáforrit.“

Hvað tekur nú við?

„Ég fór til Svíþjóðar á föstudaginn á dögunum og var að syngja í fyrirpartíi fyrir sænska Melodifestivalen. Svo er ég að klára fjölmiðla- og markaðsfræðinám í Stokkhólmi, en er núna í fjarnámi, svo er ég að spá í að koma aftur til Íslands mjög fljótlega og vera í einhvern tíma. Mér líður vel á Íslandi. En ég er núna kominn í gang aftur í tónlistinni og ætla auðvitað að vinna í því bæði á Íslandi og í Svíþjóð og gefa út fleiri lög.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál