72 ára og afhjúpar leyndarmálið að unglegu útliti sínu

Leikkonan Jane Seymour er 72 ára gömul og lítur stókostlega …
Leikkonan Jane Seymour er 72 ára gömul og lítur stókostlega út. Samsett mynd

Leikkonan Jane Seymour lítur stórkostlega út, en hún er 72 ára gömul og virðist hreinlega vera að eldast afturábak. 

Seymour hefur heillað áhorfendur með geislandi fegurð sinni í 54 ár, en hún kom fyrst fram á sjónvarpsskjá þegar hún fór með hlutverk í söngleiknum Oh! What a Lovely War árið 1969. 

Fæstir myndu trúa því að Seymour væri 72 ára gömul þegar þeir sjá hana á skjánum, en hún afhjúpaði nýverið leyndarmálið að unglegu útliti sínu í samtali við Daily Mail

Seymour lítur alltaf jafn vel út á skjánum.
Seymour lítur alltaf jafn vel út á skjánum. Skjáskot/Instagram

Snýst allt um lýsinguna

Seymour segir leyndarmálið að unglega útlitinu liggja í lýsingunni. Hún hefur þróað ákveðna ljósatækni í gegnum árin sem hún kallar „Jane's igloo.“

„Enginn annar þarf að nota þessa tækni því þau eru öll undir þrítugt,“ útskýrir hún. „Um leið og þú tekur efsta ljósið af mér þá er ég ekki lengur með poka undir augunum. Ef þú ert með toppljósið á þá verða augun mín pokaleg. Ég þarf að fá ljósið beint framan á mig.“

„Ég hef leikið í svo mörgum kvikmyndum að ég hef lært inn á hvernig lýsing hentar mér. Ég er líka listamaður og finnst gaman að taka ljósmyndir, svo ég skil vel muninn á góðri og slæmri lýsingu fyrir sjálfa mig og veit hvað virkar og hvað virkar ekki,“ bætti hún við. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál