„Það er bara einn Helgi“

Helgi Andri Jónsson bað Kolbrúnar Ýrar Oddgeirsdóttur í gegnum fréttatilkynningu.
Helgi Andri Jónsson bað Kolbrúnar Ýrar Oddgeirsdóttur í gegnum fréttatilkynningu. Ljósmynd/Samsett

Kolbrúnu Ýr Oddgeirsdóttur flugumferðastjóra í Reykjavík brá í brún þegar hún áttaði sig á því að hún hefði fengið bónorð á mbl.is. Það gerðist þegar systir hennar hringdi í hana í gær og spurði hana hvort hún væri búin að skoða fréttamiðlana. Unnusti hennar, Helgi Andri Jónsson, stofnandi og forstjóri SalesCloud, var staddur í Svíþjóð. Hann sagði upp störfum hjá fyrirtækinu sem forstjóri og tæknistjóri og notaði tækifærið og bað Kolbrúnar í fréttatilkynningu sem hann sendi út. 

„Þeir sem að þekkja manninn minn skilja af hverju hann fór þessa leið. Það er bara einn Helgi. Eins rómantískur og hann er dagsdaglega, þá er fyrir honum að biðja manns á alnetinu - öðruvísi rómans og síðar meir skemmtileg saga. Ég bjóst ekki við þessari leið hjá honum, en hann kemur mér svosem á óvart á hverjum degi,“ segir Kolbrún Ýr og hlær. 

Hún segir að þetta hafi verið mjög óvænt og skemmtilegt. Parið hefur áður rætt brúðkaup en ekkert var ákveðið í þeim efnum. Þegar hún er spurð að því hvernig þau kynntust kemur í ljós að systir Kolbrúnar Ýrar leiddi þau saman. Hún var að vinna með Helga á þeim tíma og kom því í kring að þau myndu hittast. 

Er komin dagsetning á brúðkaupið?

„Nei, en það verður vonandi gott partí á næsta ári,“ segir hún og hlær. 

mbl.is
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Valgeir Magnússon
Valgeir Magnússon
Ásdís Ósk Valsdóttir
Ásdís Ósk Valsdóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Árelía Eydís Guðmundsdóttir
Árelía Eydís Guðmundsdóttir

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum um lögfræðileg mál