54 ára og fagnaði líkama sínum með nektarmynd

Leikkonan Ricki Lake hefur fundið innri frið.
Leikkonan Ricki Lake hefur fundið innri frið. Samsett mynd

Bandaríska sjónvarpskonan og leikkonan Ricki Lake er sátt í eigin skinni og kaus að fagna líkama sínum og nýfengnu andlegu frelsi með nektarmynd sem hún deildi með fylgjendum sínum á Instagram. Leikkonan, sem er hvað þekktust fyrir leik sinn sem Tracy Turnblad í upprunalegu Hairspray-kvikmyndinni frá árinu 1988, sést skælbrosandi ofan í útibaðkari og virðist í algjörri alsælu.

„Þessir dagar eru þeir allra bestu í lífi mínu,“ skrifaði Lake við myndina. „54 og ½ árs gömul. Þakklát fyrir allt sem þurfti að gerast til þess að ég næði hingað á þennan stað, stað sjálfsástar og samþykkis.“

Leikkonan fékk mikið lof frá frægum vinum sínum í kjölfar myndbirtingarinnar. Fyrrverandi spjallþáttastjórnandinn Rosie O'Donnell skrifaði: „Ég get ekki útskýrt í orðum hversu mikið ég dýrka þig.“ Og Rachel Harris, sem er þekkt fyrir leik sinn í þáttunum Lucifer, skrifaði: „Þú verður bara betri og betri kona.“ 

View this post on Instagram

A post shared by Ricki Lake (@rickilake)

mbl.is
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Valgeir Magnússon
Valgeir Magnússon
Ásdís Ósk Valsdóttir
Ásdís Ósk Valsdóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Árelía Eydís Guðmundsdóttir
Árelía Eydís Guðmundsdóttir

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum um lögfræðileg mál