Gagnrýnd fyrir að sýna rassinn

Leikkonan segir athugasemdir nettrölla um líkama sinn ekki skipta sig …
Leikkonan segir athugasemdir nettrölla um líkama sinn ekki skipta sig máli. Samsett mynd

Bandaríska leikkonan Gabrielle Union hefur verið gagnrýnd síðustu vikur og daga fyrir að klæðast g–strengjum og sundfötum sem hylja ekki rasskinnar hennar. Union, sem er 50 ára, tjáði sig um neikvæðu ummælin í hlaðvarpsviðtali á dögunum og sagði þau hafa lítil áhrif á sig. 

Leikkonan mætti í hlaðvarpsþáttinn Who What Wear With Hillary Kerr þar sem hún ræddi meðal annars um leikferilinn, fjölskyldulífið og athugasemdir nettrölla, en leikkonan hefur verið gagnrýnd fyrir að birta myndir af sér í efnislitlum sundfötum og klæða sig ekki eftir aldri. „Einhver sagði við mig: Þú ert nógu gömul til að vera amma, af hverju klæðirðu þig svona?“

Union sagði í framhaldi að hún ætli að halda áfram því sem hún er að gera og að hún muni kveðja þennan heim með rassinn upp. „Ég verð í g–streng með rassinn upp í kistunni. Það verður mín lokakveðja.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda