Anna María og Sveinn Andri fundu ástina

Anna María Hákonardóttir og Sveinn Andri Sveinsson eru nýtt par.
Anna María Hákonardóttir og Sveinn Andri Sveinsson eru nýtt par. Ljósmynd/Samsett

Lögmaðurinn Sveinn Andri Sveinsson varð 60 ára 12. ágúst. Hann fagnaði afmælinu með börnum, tengdabörnum og barnabarni og nýrri kærustu.

Hún heitir Anna María Hákonardóttir og lærði læknisfræði í Ungverjalandi. Hún útskrifaðist sem læknir 2017. Sumarið 2022 skilaði hún inn starfsleyfi sínu vegna veikinda. Hún er fædd 1988 og því er 25 ára aldursmunur á parinu. 

Sveinn Andri birti glæsilega mynd af sér, Önnu Maríu og barnahópnum á félagsmiðlinum Facebook þar sem allir voru sólbrúnir og sællegir í hvítum fötum.

Smartland óskar Sveini Andra til hamingju með 60 árin og nýju ástina.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál