Instagram: Fegurð í fyrrverandi skattaparadís

Tara Sif Birgisdóttir, Elísa Gróa, Alma Goodman og Gerður Huld …
Tara Sif Birgisdóttir, Elísa Gróa, Alma Goodman og Gerður Huld Arinbjarnardóttir. Samsett mynd

Vikan á Instagram var með hressasta móti. Alma í Nylon gekki í hjónaband, Tara Sif Birgisdóttir rifjaði upp sitt eigið brúðkaup í myndum og Elísa Gróa viðraði sig í fyrrverandi skattaparadísinni Cayman-eyjum. 

Nýgift! 

Alma Guðmundsdóttir, eða Alma Goodman í Nylon eins og hún er kölluð, gekk að eiga unnusta sinn á Spáni. 

Tilkynntu kynið með þyrlu!

Öllu var til tjaldað í kynjaveislu Birgittu Lífar Björnsdóttur og Enoks Jónssonar, en þau greindu frá kyni barnsins með þyrlu sem flaug fram hjá íbúð þeirra í Skuggahverfinu og dreifði bláum reyk. 

Hljóp 167 km!

Hlaupadrottningin Mari Järsk hljóp 25 hringi í Bakgarðshlaupinu um helgina. 

Glæsileg í Chanel!

Söngkonan Laufey Lín Jónsdóttir var stórglæsileg íklædd Chanel á tónleikum sínum í Los Angeles. 

View this post on Instagram

A post shared by laufey (@laufey)

Fullkomin afmælisferð!

Gerður Huld Arinbjarnardóttir, eigandi Blush, fagnaði afmæli sínu með stæl í París.

Mæðgnastund!

Jóhanna Helga Jensdóttir stóðst vart mátið og skellti í nokkrar mæðgnamyndir af sér og dóttur hennar, Tinnu María. 

Flott tónlistarsystkini!

Systkinin Gauti Þeyr Másson, betur þekktur sem Emmsjé Gauti, og Karin Arnhildardóttir skemmtu sér vel.

View this post on Instagram

A post shared by Emmsjé Gauti (@emmsjegauti)

Yngsti bakaranemi landsins!

Sælkerabakarinn Gunnlaugur Arnar Ingason, betur þekktur sem Gulli bakari, stóð vaktina í bakaríinu um helgina ásamt yngsta bakaranema landsins.

Glæsileg mamma!

Áhrifavaldurinn og dansarinn, Ástrós Traustadóttir, átti ljúfan dag með vinkonu sinni og börnunum þeirra. 

Sjóðheitur á Októberfest!

Tónlistarmaðurinn Patrik Atlason, betur þekktur sem Prettyboitjokko, tróð upp á Októberfest við Háskóla Íslands.

Níu mánaða gömul!

Dóttir Katrínar Eddu Þorsteinsdóttur, Elísa Eyþóra, er orðin níu mánaða gömul. Í tilefni þess var kíkt á ströndina og teknar myndir.

View this post on Instagram

A post shared by Katrin Edda (@katrinedda)

Æðislegt sumar!

Tónlistarkonan Katrín Myrra Þrastardóttir átti ljúft sumar. 

View this post on Instagram

A post shared by katrinmyrra (@katrinmyrra)

Sáttur stuðningsmaður!

Snorri litli, hundur Lilju Daggar Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, var sáttur þegar Víkingur varð bikarmeistari karla í knattspyrnu fjórða skiptið í röð.

Ómældur hæfileiki á einni mynd!

Leikkonurnar Selma Björnsdóttir og Nína Dögg Filippusdóttir brostu sínu breiðasta.

View this post on Instagram

A post shared by Selmabjorns (@selmabjorns)

Hæ haust!

Haustið er komið hjá tískudrottningunni Sofiu Elsie Nielsen. 

Pós í París!

Gummi kíró nær ávallt að negla rétta lúkkið.

Hlaupaparadís!

Hlaupagarpurinn Sigurjón Ernir Sturluson lenti í 10. sæti í 70 km fjallahlaupi í Sviss.

Stórglæsileg brúður!

Tara Sif Birgisdóttir skein skært á sjálfan brúðkaupsdaginn í Ítalíu.

Litla frænka skírð!

Ástrós Rut Sigurðardóttir fagnaði því að litla frænka hennar hefði fengið nafn. 

Sólarmegin! 

Hulda Halldóra Tryggvadóttir stílisti naut sín í sólinni. Hún veit hvað lífið er dýrmætt eftir að hafa fengið krabbamein og fengið meðferð við því. 

Barnasturta fyrir vinkonu!

Sandra Björg Helgadóttir einkaþjálfari fór í barnasturtu hjá Kolbrúnu frænku sinni. 

Fegurð í fyrrverandi skattaparadís! 

Elísa Gróa Steinþórsdóttir fegurðardrottning birti mynd af sér sem tekin var á Cayman-eyjum sem var þekkt skattaparadís. Eyjan naut mikilla vinsælda hjá íslenskum útrásarvíkingum sem földu peningana sína þar svo þeir yrðu ekki hirtir af þeim hérlendis. Nú er hinsvegar ekki hægt að fela neina peninga þar. 

mbl.is
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Valgeir Magnússon
Valgeir Magnússon
Ásdís Ósk Valsdóttir
Ásdís Ósk Valsdóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Árelía Eydís Guðmundsdóttir
Árelía Eydís Guðmundsdóttir

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum um lögfræðileg mál