Beðin um að sitja fyrir nakin aðeins 16 ára gömul

Linda Evangelista er reynslubolti, en þessi mynd var tekin árið …
Linda Evangelista er reynslubolti, en þessi mynd var tekin árið 1997. AFP

Ofurfyrirsætan Linda Evangelista opnaði sig nýverið um erfiða reynslu sína sem unglingur að reyna að ná árangri í fyrirsætubransanum. Hún sagði meðal annars frá því þegar hún var beðin um að sitja fyrir nakin aðeins 16 ára gömul.

Evangelista sagði frá reynslu sinni í nýju þáttunum The Super Models. „Það er kaldhæðnislegt að foreldrar mínir leyfðu mér að fara til Japan þegar ég var 16 ára á fyrirsætusamning. Þau vildu ekki leyfa mér að fara í skíðaferð með skólanum, en þau leyfðu mér að fara til Japan,“ sagði fyrirsætan. 

„Þegar ég kom til Japan var það fyrsta sem þeir spurðu mig um nektarmyndir. Og þeir vildu taka allar mælingar og taka mig úr fötunum mínum. Og hafði búið til möppu með mælingunum mínum, og ég vildi ekki fara úr fötunum.

Ég varð hálf brjáluð. Ég hefði aldrei átt að fara þangað ein. Ég fór heim. Ég gafst upp,“ bætti hún við. 

mbl.is
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál