Vikan á Instagram bauð upp á margt skemmtilegt og sniðugt. Gerður Jónsdóttir leikfimiskennari mætti í ofursvölum gallakjól í boð á Editon hótelið og Ástrós Traustadóttir dansari klæddist svörtum klassískum kjól við sama tilefni. Á sama tíma var Heiðdís Rós Reynisdóttir stödd í New York þar sem hún gerði garðinn frægan og Patrik Atlason hélt uppi stuðinu í hlýrabol. Er hægt að biðja um eitthvað meira?
Heiðdís Rós Reynisdóttir förðunarfræðingur skellti sér til New York og klæddi sig upp á.
Heiður Ósk Eggertsdóttir förðunarmeistari og eigandi Reykjavík Makeup School fagnaði því í síðustu viku að hún og Ingunn Sigurðardóttir væru komnar með eigið förðunarmerki. Hún klæddi sig í stíl við Chilli in June.
Tónlistarmaðurinn Aron Can fór til Tyrklands með fjölskyldunni.
Ástrós Traustadóttir dansari og LXS-skvísa mætti í svörtum stuttum og þröngum kjól í teiti sem Ingunn Sigurðardóttir og Heiður Ósk Eggertsdóttur héldu á Editon hótelinu til að kynna nýtt snyrtivörumerki úr þeirra smiðju.
Sigríður Margrét Ágústsdóttir áhrifavaldur skellti sér á Ásmundarsafn um helgina og klæddist fallegum hlébarðatoppi. Takið eftir hárinu, það er óvenjufínt þessa dagana.
Andrea Magnúsdóttir fatahönnuður mætti í hvítri peysu með berum öxlum og hvítum buxum á Editon hótelið þar sem hulunni var svift af Chilli in June.
Klara Elíasdóttir söngkona, oft kennd við Nylon, naut lífsins í Stokkhólmi.
Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens fagnar ótrúlegri velgengni söngleiksins Níu líf með speglasjálfu.
Gerður Jónsdóttir er einn heitasti leikfimiskennari landsins um þessar mundir. Hún mætti í gallakjól á Editon hótelið og var meira að segja í skóm í stíl. Þeir sjást því miður ekki á myndinni.
Gummi kíró og Lína Birgitta voru glæsileg til fara á rölti um miðbæ Reykjavíkur.
Íslenska afrekskonan Katrín Tanja Davíðsdóttir er stödd á Íslandi um þessar mundir og nýtti tækifærið og eyddi deginum ásamt sínum allra bestu vinkonum.
Helga Margrét Agnarsdóttir, laganemi og áhrifavaldur, fann réttu birtuna í Lögbergi og tók af sér sæta sjálfu.
Dóra Júlía kann svo sannarlega að rífa upp stemninguna.
Útvarpskonan Kristín Sif Björgvinsdóttir og tónlistarmaðurinn Stefán Jakobsson gengu í hnapphelduna um helgina.
Bloggarinn og förðunarfræðingurinn Guðrún Sørtveit fagnaði 30 ára afmæli sínu á föstudag og með stæl. Takið eftir stígvélunum!
Tónlistarmaðurinn Patrik Atlason, betur þekktur sem Prettyboitjokko, skemmti sér vel á Ibiza.
Áhrifavaldurinn Jóhanna Helga Jensdóttir spilaði handboltaleik með Berserkum eftir um sex til sjö ára handboltapásu.
Þær Edda, Áslaug Arna, Karitas Ósk og Guðfinna Birta skemmtu sér vel í sólinni í Danmörku á Tech BBQ.
Fyrrverandi fegurðardrottningin og áhrifavaldurinn Fanney Ingvarsdóttir fagnaði 32 ára afmæli sínu í faðmi fjölskyldu sinnar og vina.
Hulda Ósmann naut lífsins í veðurblíðunni á Tenerife.
TikTok-stjarnan Birta Hlín Sigurðardóttir keypti sér nýtt hjól.
Dansdrottningin Stella Rósenkranz fagnaði afmæli sínu með stæl.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra Íslands átti góðar stundir í New York-borg.
Listahjónin Mikeal Torfason og Stefanía Berndsen eru flutt til Los Angeles. Mikael er komin á mótorhjól og kann greinilega vel við sig.
Ferðaljósmyndarinn Ása Steinars skoðaði blómaakra Chanel í Frakklandi á dögunum.