Andlát: Guðbjörg Magnúsdóttir

Guðbjörg Magnúsdóttir.
Guðbjörg Magnúsdóttir.

Söngkonan Guðbjörg Magnúsdóttir lést 22. september, 49 ára að aldri. Hún barðist hetjulega við krabbamein sem dró hana til dauða. Guðbjörg var búsett í Osló í Noregi ásamt fjölskyldu og hafði búið þar síðustu ár. 

Eiginmaður Guðbjargar heitinnar, Kristján Már Hauksson, greindi frá andláti hennar á Facebook. 

„Það er mér óendanlega sárt að þurfa að segja frá því að yndislega Guðbjörg Magnúsdóttir, minn besti vinur, sálufélagi og eiginkona er fallin frá. Hún dó eftir hetjulega baráttu við krabbamein i morgun. Fyrir mína hönd, barna okkar og aðstandenda vil ég þakka fyrir allan þann velvilja og stuðning sem okkur hefur verið sýndur. Hún verður grafin á Íslandi við hlið sonar okkar Magnúsar Óla í október en nákvæm tímasetning hefur ekki verið ákveðin,“ sagði Kristján Már.

Guðbjörg Magnúsdóttir.
Guðbjörg Magnúsdóttir.
mbl.is

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál