Lilja Dögg og Magnús fundu ástina í bíó

Kosningavaka Framsóknarflokksins.Hér sést Magnús halda utan um LIlju og þeir …
Kosningavaka Framsóknarflokksins.Hér sést Magnús halda utan um LIlju og þeir Einar Þorsteinsson og Ásmundur Einar Daðason standa hjá. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, er af þeirri kynslóð að allt gerðist í bíó. Lilja sagði í opnunarræðu sinni að kvikmyndahús hafi leikið stóran þátt í því að hún og eiginmaður hennar hafi endað saman. 

Lilja er gift Magnúsi Óskari Hafsteinssyni hagfræðingi og eiga þau saman tvö börn. 

Lilja talaði um tilhugalífið í opnunarræðu á RIFF á fimmtudaginn. „Ég er af þeirri kynslóð að það gerðist allt í bíó,“ sagði Lilja Dögg snemma í ræðu sinni eftir að hafa þakkað fyrir þann heiður að fá að opna tuttugustu útgáfu RIFF fyrir fullum sal. Að sögn Lilju var bíó stór þáttur í stefnumótamenningu níunda áratugarins en Lilja er fædd árið 1973. Hún ljóstraði því upp að hún og Magnús hefðu náð saman í bíó. Kvikmyndir hafa því ekki bara menningarlegt gildi heldur líka samfélagslegt. 

Lilja var þó ekki bara að tala um ástarlífið þar sem hún veitti einnig tveimur af heiðursgestum RIFF heiðursverðlaun en það voru þau Catherine Breillat, kvikmyndagerðarkona og rithöfundur, og Nicolas Philibert, leikstjóri.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir og Hrönn Marinósdóttir á opnunarhátíð RIFF 2023.
Lilja Dögg Alfreðsdóttir og Hrönn Marinósdóttir á opnunarhátíð RIFF 2023.
mbl.is

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál