Það var heilmargt í gangi á Instagram í vikunni. Hinn fjölhæfi snillingur Rúrik Gíslason gekk rauða dregilinn á Bambi Awards í München, en var ekki eini íslenski áhrifavaldurinn á vappinu í Þýskalandi. Leikkonan Kristín Pétursdóttir birti skemmtilegar og töff myndir frá Berlín. Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens birti einnig sjálfu af sér baksviðs úr Borgarleikhúsinu á meðan Birgitta Líf viðraði óléttubumbuna í sólinni á Spáni.
Fyrrverandi knattspyrnumaðurinn Rúrik Gíslason var flottur á rauða dregli Bambi Awards í Þýskalandi. Af myndum að dæma skemmti hann sér konunglega!
Leikkonan Kristín Pétursdóttir var hrikalega töff þegar hún kannaði lestarkerfið í Berlín.
Berglind Pétursdóttir, betur þekkt sem Berglind Festival, stillti sér upp með fyrrverandi fegurðardrottningunni Lindu Pé.
Ari Bragi Kárason og Dóróthea Jóhannesdóttir tilkynntu að þau ættu von á sínu öðru barni saman. Fyrir eiga þau eina dóttur, Ellen Ingu, sem er þriggja ára gömul.
Vinkonurnar Tara Sif Birgisdóttir og Sandra Björg Helgadóttir skelltu sér á æfingu saman.
Bloggarinn Pattra Sriyanonge var ein þeirra sem skelltu sér á GusGus-tónleika í Hörpu um helgina.
Verkfræðingurinn og áhrifavaldurinn Katrín Edda Þorsteinsdóttir tók vel á því á meðan dóttir hennar, Elísa Eyþóra, fylgdist spennt með.
Knattspyrnumaðurinn Adam Ægir Pálsson kann að klæða sig.
Fyrirsætan Ásdís Rán Gunnarsdóttir átti langþráðan endurfund með vinkonum sínum.
Áhrifavaldurinn Sunneva Einarsdóttir er komin í jólagírinn, en hún segir jólin vera í miklu uppáhaldi hjá sér.
Hlaupadrottningin Mari Järsk virðist vera staðráðin í því að hætta að reykja, en hún hefur fengið Tómas Guðbjartsson hjartalækni til að aðstoða sig við það.
Hulda Ósmann skellti sér á bát í veðurblíðunni á Tenerife og átti þar góðar stundir.
Tvíburarnir Gunnar Skírnir og Sæmundur Brynjólfssynir fögnuðu 22 ára afmæli sínu með stæl.
Knattspyrnukonan Heiðdís Lillýardóttir klæddi sig upp í trylltan rauðan jakka og var með símahulstur og naglalakk í stíl.
Förðunarfræðingurinn Lilja Dís Smáradóttir skellti sér líka á GusGus-tónleika.
Rauður virðist vera það allra heitasta um þessar mundir. Förðunarfræðingurinn Heiður Ósk Eggertsdóttir var sjóðheit í rauðum leðurstígvélum.
Áhrifavaldurinn Erna Hrund Hermannsdóttir átti ljúfa og jólalega stund í faðmi fjölskyldunnar, en hún heimsótti jólaköttinn í miðbæ Reykjavíkur.
Helga Margrét Agnarsdóttir, betur þekkt sem Lafði Helga, smellti á sig rauðum varalit og skálaði í góðra vinahópi.
Ljósmyndarinn Helgi Ómarsson opnaði hjartað og varði fallegum sunnudegi ásamt sínu allra uppáhalds fólki.
Áhrifavaldurinn Brynhildur Gunnlaugsdóttir dýfði sér í vatn og skellti í sjálfu.
Kóngurinn sjálfur, Bubbi Morthens, tók sjálfu nr. 214 í búningsherbergi sínu í Borgarleikhúsinu, en tilefnið var sýning 214 á söngleiknum Níu Líf.
Birgitta Líf Björnsdóttir, áhrifavaldur og markaðsstjóri World Class, nýtur lífsins ásamt sambýlismanni sínum, Enok Jónssyni, á Spáni um þessar mundir. Það styttist í að þau taki á móti sínu fyrsta barni.