Segir fólkið í L.A. hugsa eins og hann sjálfur

Davíð Rúnar Bjarnason, landsliðsþjálfari í hnefaleikum og íþróttamaður, hefur lifað og hrærst í hnefaleikaíþróttinni frá unga aldri.

Davíð byrjaði að æfa hnefaleika sem unglingur og sagði að aginn sem þjálfarinn hans á þeim tíma sýndi honum hafi mótað hann mikið ekki bara sem íþróttamann heldur líka sem einstakling að reyna að fóta sig í lífinu öllu.

Davíð er gestur Kristínar Sifjar í Dagmálum.

„Þú ert komin svolítið lengra en aðrir hérna“

Davíð hafði stundað hnefaleika og keppt hérlendis þegar hann var hvattur til að fara erlendis til að fá meiri reynslu en hér á landi. Hugmynd sem kviknaði í þessu samtali var að senda Davíð til Bandaríkjanna og var ein frægasta hnefaleikastöð í heimi nefnd á nafn sem möguleiki fyrir hann en það er hnefaleikastöðin Wild card í Los Angeles.

„Ég fer með þetta út á sjó, hausinn á fullt. Eins og ég er,“ segir Davíð en á þessum tíma starfaði hann við sjómennsku. 

Ákvað að fara einn til Los Angeles á afmælisdaginn sinn

Þegar Davíð Rúnar átti sjö daga eftir í úthaldi á sjónum tók hann ákvörðun um að elta drauminn og fara til Bandaríkjanna að stunda hnefaleika.

„Ég hugsaði: prófum þetta bara. Fer á á netið og kaupi mér flugmiða á meðan ég var úti á sjó.“

Davíð segir að hann hafi ekki vitað út í hvað hann var að fara þegar þessi ákvörðun var tekin. Hann lét bara vaða þrátt fyrir að hafa engin tengsl við Bandaríkin, þekkti engan í Los Angeles og vissi aldeilis ekki hvernig allt gekk fyrir sig þar í landi. Enda hafði hann síðast dvalið í  Bandaríkjunum sem barn í fríi.

Hefur alltaf fundið stuðning frá foreldrum sínum

Flugmiðinn var bókaður og Davíð Rúnar var á leiðinni út þegar mamma hans spyr hann hvað hann ætli að gera á afmælisdaginn sinn sem var nokkrum dögum seinna. Hann tjáir henni að hann sé á leiðinni út til Los Angeles. Mamma hans brást vel við og sagði honum að fara varlega. Segist hann alltaf hafa fundið stuðning hennar í því sem hann hafi valdið að gera í gegnum tíðina.

„Ég að fara einn til Bandaríkjanna, bara með tösku, þekkti ekki neinn, ekki einu sinni með gistingu. Bara „let's go“ og það var bara stuðningur sem er svo mikilvægt,“ segir Davíð Rúnar þakklátur foreldrum sínum. Segir hann stuðning foreldra sinna vera ómetanlegan og að ekkert sé jafn dýrmætt og að eiga gott bakland þegar maður fer út fyrir þægindarammann og ætlar sér að ná árangri.

Smelltu hér til að horfa á viðtalið við Davíð Rúnar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál