Instagram: Svalasta þjóð í heimi!

Það var stuð á Instagram í vikunni sem leið.
Það var stuð á Instagram í vikunni sem leið. Samsett mynd

Síðasta vika var góð en helgin var enn betri. Þriggja daga helgi með sól, sólbruna og smá sulli. Vikan var framlengd með kandísfloss á 17. júní og þá voru allir í stuði, annað hvort í þjóðbúningum eða nútímalegum sparikjólum. Besta helgi sumarsins hingað til ef marka má Instagram!

Fjallkonan í ár!

Leikkonan Ebba Katrín Finnsdóttir var fjallkona þjóðhátíðardagsins í ár í Reykjavík og flutti ávarp á hátíðarathöfn á Austurvelli.

View this post on Instagram

A post shared by Ebba Katrín (@ebbakatrin)

Fagnaði þjóðhátíðardagsins í ræktinni!

Doktorsneminn Bergsveinn Ólafsson, eða Beggi Ólafs eins og hann er gjarnan kallaður, fagnaði þjóðhátíðardegi Íslendinga í ræktinni í Los Angeles. 

Kúrekaást!

Hlaðvarpsstjarnan Arnar Þór Ólafsson og Helga Kristín Ingólfsdóttir mannauðsráðgjafi voru með tískuna á hreinu í þrítugsafmæli Egils Ploders Ottóssonar útvarpsmanns. 

Útskrift!

Móeiður Svala Magnúsdóttir fagnaði því að vera orðin löggiltur fasteigna- og skipasali.

View this post on Instagram

A post shared by Móeiður Svala (@moasva)

Fögnuðu ástinni í París!

Handboltakappinn Sigvaldi Guðjónsson og Nótt Jónsdóttir fögnuðu ástinni í París í Frakklandi.

Í teboði!

Áhrifavaldurinn Sunneva Einarsdóttir klæddi sig upp fyrir teboð og frumsýndi nýja hárgreiðslu í leiðinni.

17. júní gleði!

Bloggarinn og áhrifsvaldurinn Erna Hrund Hermannsdóttir átti gleðilegan dag í Reykjavík á 17. júní með fjölskyldu sinni. 

Enn að bíða!

Kírópraktorinn Guðmundur Birkir Pálsson, eða Gummi kíró eins og hann er oftast kallaður, er enn að bíða eftir sumrinu!

Kúrekahattur og óléttukúla!

Áhrifavaldurinn Jóhanna Helga Jensdóttir klæddi sig líka upp í kúrekadress fyrir afmæli Egils og beraði óléttikúluna eins og frægustu tískudrottningar heims. 

Til í allt!

Tónlistarmaðurinn Friðrik Dór hélt tryllta tónleika í Háskóla bíói á laugardaginn en í tilefni þess var Tónlistarmaðurinn Ásgeir Orri Ásgeirsson til í allt og lét Friðrik húðflúra á sig „T.Í.A“ sem er skammstöfun af laginu Til í allt eftir þá Friðrik, Ásgeir og skemmtikraftinn Steinþór Hró­ar Steinþórs­son.

View this post on Instagram

A post shared by Friðrik Dór (@fridrikdor)

Lýðveldið 80 ára!

Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir, há­skóla-, iðnaðar- og ný­sköp­un­ar­ráðherra, fagnaði þjóðhátíðardeginum með stæl.

Sumarkvöld af bestu gerð!

Áhrifavaldurinn og hlaðvappsstjórnandinn Ástrós Traustadóttir átti fullkomið sumarkvöld með vinkonum sínum. 

Skartaði húðflúra listaverkinu!

Tón­list­armaður­inn Emm­sjé Gauti lét fara vel um sig á sundlaugarbakkanum í Serbíu með fjölskyldunni. Eins og alvöru rapparar er hann duglegur að bæta í húðflúrasafnið sitt.

Sjóskíða veisla!

Tónlistarmaðurinn Aron Can skemmti sér vel á sjóskíðum með vinum sínum í sólarlandafríi á dögunum.

Fögnuðu ástinni!

Tónlistarmaðurinn Krist­inn Óli Har­alds­son, betur þekktur sem Króli, og dansarinn Birta Ásmundardóttir fögnuðu fimm ára sambandsafmæli í miðbæ Reykjavíkur um helgina. „Við erum 5 ára. Skál fyrir 500 árum til viðbótar. Elska þig endalaust Birta,“ segir Króli í einlægri færslu.

View this post on Instagram

A post shared by K R Ó L I (@kiddioli)

Slökun á milli æfinga!

Crossfit-stjarnan Annie Mist Þórisdóttir naut sín vel í Skylagoon um helgina enda nauðsynlegt að slaka á og ná góðri endurheimt á milli æfinga.


Brúðkaupsafmæli!

Kristbjörg Jónasdóttir einkaþjálfari rifjaði upp daginn sem hún og Aron Einar Gunnarsson knattspyrnumaður gengu í það heilaga. Síðan eru liðin sjö ár. 

View this post on Instagram

A post shared by ✨Kris J✨ (@krisjfitness)

Fjölskyldan á Ítalíu!

Sara Björk Gunnarsdóttir knattspyrnuhetja birti dásamlegar fjölskyldumyndir úr blíðunni á Ítalíu. Kærasti hennar, Árni Vilhjálmsson knattspyrnumaður, og sonur þeirra brosa út að eyrum á fremstu myndinni. 

Svart og sexí!

Förðunarfræðingurinn Heiður Ósk staðfesti það á dögunum að hún er ein svalasta kona landsins. 

Brúðkaupsfín!

Áhrifavaldurinn Katrín Edda Þorsteinsdóttir klæddi sig upp fyrir brúðkaup um helgina. Hún mætti ekki ein í brúðkaupið en með henni í för var eiginmaður hennar og barn númer tvö. 

View this post on Instagram

A post shared by Katrin Edda (@katrinedda)

Á hjóli skemmti ég mér!

Birgitta Haukdal skellti sér til Króatíu í hjólaferð. Með henni var eiginmaður hennar, Benedikt Einarsson. 

Osso Buco-meistari!

Leikarinn Jón Gnarr skellti í uppáhaldsréttinn sinn, Osso Buco. Það væri ekki leiðinlegt að vera matargestur hjá Jóni!

View this post on Instagram

A post shared by Jón Gnarr (@jongnarr)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál