Kristófer Acox frumsýndi kærustuna

Kristófer Acox og Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir er falleg saman.
Kristófer Acox og Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir er falleg saman. Ljósmynd/Instagram

Körfuboltastjarnan Kristófer Acox hefur verið lykilmaður í íslenska landsliðinu og liði Vals undanfarin ár. Nú er hann kominn á fast en hann birti mynd af sér og Guðrúnu Elísabetu Björgvinsdóttur á félagsmiðlinum Instagram. Hún er afrekskona í fótbolta og mikil markadrottning. Haustið 2022 sagði hún skilið við Aftureldingu og gekk til liðs við Hlíðarendafélagið Val. 

Körfubolti og fótbolti sameinast hjá þessu nýja stjörnupari sem hefur verið að hittast í nokkra mánuði. 

Kristó­fer æfir allt að 20 klukku­stund­ir á viku og legg­ur mikla áherslu á að vera með góða rútínu, hvort sem það er á venju­leg­um degi eða á mik­il­væg­um keppn­is­degi. Þótt Kristó­fer hafi ekki byrjað að æfa körfu­bolta fyrr en á unglings­ár­um hafði þó alltaf blundað í hon­um mik­ill áhugi fyr­ir körf­unni og var hann því fljót­lega kom­inn á kaf í íþrótt­ina.

„Ég byrjaði snemma að æfa fót­bolta þegar ég var krakki en kom ekki inn í körfu­bolt­ann fyrr en á unglings­ár­un­um. Það var ekki fyrr en ég var að verða 15 ára að ég byrjaði að æfa körfu af full­um krafti – ann­ars hafði ég bara mætt á æf­ing­ar hér og þar en ent­ist aldrei lengi,“ sagði Kristó­fer í viðtali við Smartland á dögunum. 

Smartland óskar þeim til hamingju með ástina! 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál