Einbýlishús í Fossvogi selt á undirverði

Einbýlishús við Kvistaland 7 var selt á dögunum.
Einbýlishús við Kvistaland 7 var selt á dögunum. Samsett mynd

Við Kvistaland í Fossvogi er að finna 203,1 fm einbýlishús á einni hæð sem reist var 1973. Árið 2021 skipti húsið um eigendur og var það endurnýjað mikið árið 2022. Húsið var auglýst til sölu í maí og var ásett verð 228.900.000 kr. 

Þegar húsið var endurnýjað voru þarfir nútímafjölskyldu hafðar til hliðsjónar. Til dæmis var skipt var um eldhúsinnréttingar í húsinu og settar nýmóðins í staðinn sem keyptar voru í Eirvík. Í eldhúsinu er Liebherr ísskápur ogMiele ofn með innbyggðri rakastýringu og kjöthitamæli og annar ofn frá sama merki sem er bæði ofn og örbylgjuofn. Í eldhúsinu er spanhelluborð sem kúrir vel á Kvartssteini með pandamunstri. 

Fallegar innréttingar prýða húsið og er kvartssteinn á borðplötum.
Fallegar innréttingar prýða húsið og er kvartssteinn á borðplötum.
Tveir ofnar eru í eldhúsinu.
Tveir ofnar eru í eldhúsinu.

Nú er húsið selt og fór á undirverði eða 13 milljónum undir ásettu verði. Ögmundur Máni Ögmunsson og Petrea Mjöll Jóhannesdóttir keyptu húsið af Thomasi Má Gregers og Soffíu Theódóru Tryggvadóttur. Þau festu kaup á höll Össurar heitins Kristinssonar á dögunum. 

Eldhúsið var opnað inn í stofu.
Eldhúsið var opnað inn í stofu.
Húsið er við Kvistaland og er gróinn garður í kringum …
Húsið er við Kvistaland og er gróinn garður í kringum húsið.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda