Ágústspáin frá Siggu Kling er lent

Sigga Kling veit hvernig ágúst verður hjá landsmönnum.
Sigga Kling veit hvernig ágúst verður hjá landsmönnum. mbl.is/Marta María

Spákonan Sigga Kling er búin að spá í spilin fyrir ágústmánuð. Næstu vikur verða ansi líflegar og viðburðaríkar. Sporðdrekinn er á hárréttri leið og bogmaðurinn á að grípa þau tækifæri sem bjóðast og treysta ferlinu, sérstaklega þegar kemur að ástinni.

Slakaðu á og slappaðu af!

Hrúturinn er frá 21. mars til 19. apríl.

Elsku Hrúturinn minn, orkan þín er búin að vera í ójafnvægi en samt er í raun og veru allt gott og blessað í kringum þig. Það eina sem er ekki í nógu góðri vegferð er hugurinn þinn þú ert pínu þreyttur og þarft að gera allt helst á öðru hundraðinu.

Slakaðu á, slappaðu af og leyfðu þér að njóta lítilla hluta og þó að það sé há–sumar og kannski ekki svo mikið að gerast þá ert þú að fá hringingar frá fólki sem þú bjóst ekki við að hafi samband, það eru líka að endurnýjast kynni úr fortíðinni og það er svo yndislegt hvað allir eru að tala vel um þig.

Kvíði og hræðsla getur bara farið í ruslið af þinni hálfu svo farðu að tala sjálfan þig til, tala þig upp og tala vel til þín. Þú ert búinn að gera meira en þitt besta, það verða fleiri skemmtanir og ferðalög en þú bjóst nokkurn tíman við.

Lesa meira

Þar sem fókusinn er lífið fer!

Nautið er frá 20. apríl til 20. maí.

Elsku Nautið mitt, það eru svo fallegir hlutir búnir að gerast hjá þér og dýrðleg blessun með svo margt en samhliða því er líka búið að vera sorg yfir persónum sem eru í kringum þig.

Þar sem fókusinn fer lífið er svo þú skalt gefa þér allan þann kraft sem þú átt til að hugsa meira um góðu hliðarnar sem að lífið er að gefa þér. Þá opnast fyrir þér fleiri dyr en þú hefur nokkurn tíman búist við.

Þú ert á svo miklu og stórkostlegu þroskatímabili en þroskinn er meiri þegar erfiðleikar eru í kringum mann. Þú hefur komist yfir svo margt á síðustu tveimur árum svo ef þú hugsar aftur í tímann þá er allt svo miklu betra akkúrat núna.

Lesa meira

Þú getur laðað allt til þín!

Tvíburinn er frá 21. maí til 20. júní.

Elsku Tvíburinn minn, þú ert líflegur, yndislegur og gefandi. Þú skreytir hvern einasta stað sem þú kemur á og allir vilja hafa þig í lífspartíinu sínu. Þú verður að passa þig á þínum yndislegu dramatísku viðbrögðum og róa þig svolítið niður áður en að hvatvísin gleypir þig.

Það er búið að sveiflast mikið hugarástand þitt hvar þú ætlar að vera og hvert þú ætlar að fara en lífið er að stjórna þessu svo leyfðu örlögunum að veiða þig í sitt net og segðu já við tilboðum til að gera eitthvað nýtt og öðruvísi því töfrarnir eru faldir þar.

Þú hefur þá aðlögunarhæfni að það er alveg sama við hvern þú talar að þú getur aðlagað þig að hverjum sem er, þetta er þinn stóri hæfileiki sem að kemur þér svo langt í lífinu. Ekki hafa áhyggjur af ástinni því að hún hefur ekki áhyggjur af þér.

Lesa meira

Þú ert stór persóna og sterk sál!

Krabbinn er frá 21. júní til 22. júlí.

Elsku Krabbinn minn, þó að þú sért stór persóna og sterk sál þá er eitthvað svo fallegt lítillæti í þér einnig, það er alveg sama hvort að fólk er að gleðjast eða gráta, þú tekur þátt af einlægni og hlýju.

Þú skalt ekki dekra við dauða hluti því þar fellst ekki hamingjan, þú þarft líka að vita að það er ekki þér að kenna þó að það gangi ekki allt upp í kringum þig. Þú ert með svo breitt bak og þú ert svo sterkur að ekkert mun brjóta þig. Þú ert líkur bambusnum, bognar en brotnar aldrei.

Hver einasti dagur í þessum mánuði gerir þig sterkari og þú finnur að þú ert með svo mikið afl að það meira að segja kemur þér svo sannarlega á óvart. Fyrir þá Krabba sem eru á lausu er ástin yfirvofandi, eitthvað gæti verið nýbyrjað í þeim málum. Þér finnst jafnvel samt að þú hafir ekki þá orku að gefa eða tíma en tjékkaðu allavega betur hvort þetta gæti verið hið eina sanna og eina rétta.

Lesa meira

Ekkert nema framfarir í kringum þig!

Ljónið er frá 23. júlí til 22. ágúst.

Elsku Ljónið mitt, elsku litríka Ljónið mitt, þú ert búinn að hafa allar tilfinningar sem nöfnun tjáir að nefna. Þú ert búinn að vera bjarsýnari en nokkru sinni fyrr og líka svartsýnni en nokkurn tíman áður og þar sem þú átt afmæli yfir þennan tíma þá eru þetta þín áramót og eins og það sem maður gerir yfirleitt um áramótin að líta til baka og skoða hvað hentar mér og hvað hentar mér ekki.

Sleppa því sem er ekkert að gera fyrir þig, líta svo fram í tímann og skrifa niður á appelsínugullt blað hvað þú vilt að komi inn í líf þitt og hvað þú ætlar að gera til að efla sjálfsagann svo að þú getur sprungið úr stolti yfir framförum.

Það versta sem gerist hjá þér er að vera í sama farinu og ganga sömu leiðina aftur og aftur og aftur, þetta tímabil hjá þér núna er þitt sterkasta og þú færð mátt til að skrifa nýja ævisögu.

Lesa meira

Þú mátt vera aðeins kærulausari!

Meyjan er frá 23. ágúst til 22. september.

Elsku Meyjan mín, þú ert alltaf að plana og meðan þú ert að plana þá gerist eitthvað allt annað en það sem þú varst að plana.

Þú ert með sterka sýn hvernig þú ætlar að hafa hlutina en lífið er að koma þér á óvart núna næstu tvo mánuði, þetta gæti tengst vinnu eða einhverju sem að þú bjóst ekki við að yrði endalok á en það er víst að á öllum endalokum fylgir nýtt upphaf og þú að margir segja að Meyjan sé kassalaga og Excel þá er það ekki það sem hún vill svo núna fer að koma tækifæri til að í raun og veru gera það sem þú þráir. Annars ertu föst í fangelsi þar sem þú byggðir sjálf þína rimla.

Þú þarft ekki að taka afstöðu með eða á móti því að þú verður beðin um slíkt, haltu með friðinum og þó að þú hafir einhverja skoðun eða aðrir eru að segja þér hvaða skoðun þú átt að hafa þá eru það fæst orð sem fara þér miklu betur en orð sem eru ekki aftur tekin.

Lesa meira

Að vera góður í samskiptum er lykilatriði!

Vogin er frá 23. september til 22. október.

Elsku Vogin mín, það er nú búið að ganga á ýmsu undan farið sem hefur hrellt þig en þú veist að það eina sem þú gerir og getur er að halda bara áfram því þú ert á réttri braut.

Þó að einhver sé að gagnrýna þig og hafa skoðun á þessu og hinu þá er ekkert sem getur bugað þig úr þessu. Þetta er góður tími, það verður mikið að gera, þú verður umkringd af svo mörgu fólki að þú hefur hreinlega ekki tíma til að vera í einhverju volæði.

Það borgar sig ekki að vera að skipuleggja of langt fram í tímann heldur skaltu njóta þess að lífið er nákvæmlega eins og þú vildir hafa það. Þú ert sterk og harðgerð persóna og fyrirmynd svo margra svo njóttu augnabliksins í hverju sem þú gerir.

Lesa meira

Þú ert á hárréttri leið!

Sporðdrekinn er frá 23. október til 21. nóvember.

Elsku Sporðdrekinn minn, þér finnst að þú sért í einhverri óvissu og lífið sé eitthvað ruglingslegt, þetta er bara vegna þess að það er ekki að hreyfast orkan eins og hratt og þú vilt og þá heldur þú að þú sért að gera eitthvað rangt og ferð að horfa til þess að breyta lífi þínu og gera eitthvað nýtt.

Vertu alveg rólegur því að það er að myndast sterkur regnbogi yfir þér og þá er náttúrulega þinn tími til að óska sér. Það sem þú hugsaðir um fyrir löngu síðan fer að gerast og skilaboðin eru að þú ert á hárréttri leið en þú sérð það ekki fyrr en að september byrjar.

Þú ert að laga eitthvað til í fjármálum og þó að útkoman komi ekki strax þá finnurðu lausnir sem tengist veraldlegum hag þínum. Fulla tunglið í ágúst mánuði er í Vatnsberamerkinu og það hentar þér vel ef þú ert í leit að ástarævintýri hvort sem það er í lengri eða skemmri tíma.

Lesa meira

Orkan þín getur farið í gegnum fjöll!

Bogmaðurinn er frá 22. nóvember til 21. desember.

Elsku Bogmaðurinn minn, þegar þú ert í jafnvægi sem að er nú yfirleitt, þá er enginn eins merkilegur eins og þú en þegar að þú missir vitið eða ferð yfir um út af einhverju þá er eins og jarðskjálfti hafi mælst 8.9. Það er frekar sjaldgæft að svoleiðis gerist og eins gott fyrir okkur í hinum stjörnumerkjunum.

Þessi orka gerir þér samt kleift að fara í gegnum fjöll ef þú þarft þess að standa upp og ryðja brautina fyrir bæði þig og aðra. Þú færð ekki nei þegar þú ferð til bankastjórans eða þarft að leiðrétta einhverja hluti, allt í sambandi við lög eða tengt því verður þér í hag en þú þarft að nota aflið og orkuna sem þú hefur 100% það geturðu.

Ástin er jákvæð en ef þú ert á lausu þá þarf þú sjálfur að taka fyrsta skrefið og gefast ekki upp heldur að ná þeim markmiðum eins og öðrum, þú hefur aflið.

Lesa meira

Þú getur heillað alla á þitt band!

Steingeitin er frá 22. desember til 19. janúar.

Elsku Steingeitin mín, hamingjan fylgir þér í hverju skrefi sem þú tekur og alveg sama þó þú dettir aðeins á hausinn þá stendurðu alltaf jafn harðan upp.

Þú finnur þær lausnir sem þú leitar að en í þessu öllu saman geturðu samt ekki stjórnað öðrum, eina manneskjan sem þú hefur yfirráð yfir ert þú. Þú ert heillandi svo heillaðu bara aðra upp úr skónum og fáðu þá á þitt band, þú býrð yfir þeirri orku að vera orðheppin og það eru orðin okkar sem skapa lífið og þó að líf þitt hafi verið stormasamt þá vorkennir þú þér alls ekki heldur notar styrkleikann þinn til að halda áfram að byggja líf þitt upp.

Þú geislar af þrótti og andlegum styrk en ert svo viðkvæm að það gerir sér enginn almennilega grein fyrir því. Þetta tímabil sem þú ert að fara inn í er eins og púsluspil, þér finnst að þú getir ekki alveg klárað að fá rétta mynd út en það eina sem er samt að breytast í þessari mynd eru bara að tímasetningar verða ekki alveg eins og þú varst búin að ákveða að þær yrðu.

Lesa meira

Lífið verður léttara með hverju árinu!

Vatnsberinn er frá 20. janúar til 18. febrúar.

Elsku Vatnsberinn minn, þú ert einhvern veginn allt í öllu, þú virðist vera með augu í hnakkanum, þú finnur á þér og skynjar svo miklu meira en aðrir.

Það er svo margt sem að þú átt eftir að geta fagnað og þó að þú hafir tapað einhverju frá þér þá virðistu fá eitthvað margfalt til baka. Það er blessun yfir þér og eins og hjarta þitt sé að stækka.

Þú ert skapandi og almennileg manneskja, þú hefur hlýtt hjartalag og ert með eindæmum rausnarlegur og fyrir það verður þú dáður. Það verður léttara lífið þitt með hverju ári sem bætist við aldur þinn, þú átt eftir að breyta lífi svo margra og þú veist hvað er rétt að gera.

Ef að þér finnst þú hafa eitthvað að fela þá skaltu frekar nota heiðarleikann og leiðrétta það sem leiðrétta þarf í því felst frelsið. Þú þarft að hafa plöntur í kringum þig og tengjast andlegum verðmætum og það ertu að gera.

Lesa meira

Alheimurinn færir þér óteljandi gjafir!

Fiskurinn er frá 19. febrúar til 20. mars.

Elsku Fiskurinn minn, þú ert svo yndislegur og heillandi og lætur aðra aldrei sjá þegar þér líður illa. Það er þér svo mikilvægt að vera með fallega framkomu og gefa af þér, það eina sem þú þarft að gera til að rífa þig upp þegar leiðindi sækja á huga þinn er að koma þér er að skipta um stöð alveg eins og þegar maður skiptir um stöð á sjónvarpinu.

Þú þarft að æfa þig í því að hafa stjórn yfir heilanum því það getur verið svo lítill hlutur sem ergir þig og þér finnst skipta svo stóru máli en er svo eitthvað sem þú ert búinn að gleyma daginn eftir.

Þær hindranir sem að eru fyrir framan þig núna eru til að beina þér á réttu brautina, það er stigvaxandi orka og sjálfstraust inn í líflínu þinni, þú ert að fara svo sannarlega eftir einhverjum réttum ráðum sem að efla þig bæði andlega og líkamlega.

Lesa meira

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál