Instagram: Áslaug Arna og Inga Lind skemmtu sér í Vestmannaeyjum

Það var dúndurstemning á Instagram!
Það var dúndurstemning á Instagram! Samsett mynd

Verslunarmannahelgin er að margra mati ein skemmtilegasta helgi ársins, en tónlistarfólk, áhrifavaldar og aðrir skiptust í tvær fylkingar. Annað hvort skemmti fólk sér í botn á útihátíðum víðs vegar um landið eða það slakaði á í sólinni erlendis.

Patrik Snær Atlason, Jó­hanna Guðrún Jóns­dótt­ir og Bubbi Mort­hens létu sig ekki vanta í dalinn á meðan Brynhildur Gunnlaugsdóttir, Gummi kíró og Sunneva Eir Einarsdóttir gerðu vel við sig í sólarlöndum. 

Sjóðandi heit!

Stefanía Berndsen leikkona naut sín á ströndinni en hún býr í Kaliforníu ásamt eiginmanni sínum, Mikael Torfasyni. 

Töfrandi!

Söngkonan Jóhanna Guðrún Jónsdóttir er í skýjunum eftir velheppnaða þjóðhátíð. 

Einkennisbúningur sumarsins!

Sunneva Eir Einarsdóttir, samfélagsmiðlastjarna og athafnakona, naut góðra stunda ásamt vinkonum sínum í Króatíu nýverið. 

Ljúft líf í Flórens!

Guðmundur Birkir Pálmason, jafnan kallaður Gummi kíró, flúði í sólina á Ítalíu. 

Rapp og rólegheit!

Patrik Snær Atlason, betur þekktur undir listamannsnafninu Prettyboitjokko, tryllti lýðinn um verslunarmannahelgina eins og honum einum er lagið. 

Bleikt er best!

Helga Margrét Agnarsdóttir, laganemi, dansari og áhrifavaldur, elskar bleikan!

Sannkallaður jötunn!

Guðmundur Emil Hercules Jóhannsson gerði allt vitlaust er hann greip í míkrafóninn.

Á góðri leið!

Jóhanna Helga Jensdóttir sýndi óléttukúluna. 

Bikinítími!

Króatía á heldur betur vel við Brynhildi Gunnlaugsdóttur. 

Fjölskyldustund á Akureyri!

Ale Sif Nikulásdóttir átti ljúfa verslunarmannahelgi í faðmi fjölskyldunnar.

Íslenska sumarkonan 2024!

Eva Laufey Kjaran setti fram raunsæja hugmynd að nýjum einkennisbúningi íslensku sumarkonunnar.

Átti dalinn!

Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens átti dalinn þegar hann steig á svið í Vestmannaeyjum um helgina.

Algjör nagli!

Rakel María Hjaltadóttir hleypur hvern kílómeterinn á fætur öðrum og ávallt með bros á vör.

Þríeyki!

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, skemmti sér drottningarlega ásamt Ásgeiri Kolbeinssyni og Ingu Lind Karlsdóttur í Vestmannaeyjum.

Trylltu upp dalinn!

Sumarfríið hjá FM95Blö er búið! Auðunn Blöndal, Gilz og Steindi mættu til eyja og trylltu upp dalinn á laugardags kvöld.

Tók lagið í klikkaðri kápu!

Tónlistarkonan Bríet Íris Elf­ar var stödd á Neskaupsstað yfir verslunarmannahelgina en hún skemmti á aðal kvöldi Neistaflugs í þessari mögnuðu kápu.

View this post on Instagram

A post shared by BRÍET (@brietelfar)

Heimurinn er hennar! 

Leik- og söngkonan Elín Sif Hall var glæsileg þegar hún og leikkonan Katla Þórudóttir Njálsdóttir tóku lagið á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. 

View this post on Instagram

A post shared by Elín Hall (@elinsifhall)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál