Fer fögrum orðum um Sunnevu Eiri

Stöllurnar á góðri stund.
Stöllurnar á góðri stund. Skjáskot/Instagram

Samfélagsmiðlastjarnan Jóhanna Helga Jensdóttir fer fögrum orðum um góðvinkonu sína Sunnevu Eiri Einarsdóttur í tilefni af afmæli hennar. Sunneva Eir, einn þekktasti áhrifavaldur landsins, fagnar 28 ára afmæli sínu í dag. 

Jóhanna Helga birti skemmtilega myndaseríu á Instagram-síðu sinni sem sýnir stöllurnar í gegnum árin. 

„Til hamingju með afmælið besta mín, tvíburasystir og sálufélagi. Ljónadrottning og besta frænka sem til er. Ég elska þig svo mikið, að eilífu og alltaf,“ skrifar Jóhanna Helga við færsluna.

Sjálf hefur Sunneva Eir birt nokkrar myndir á Instagram Story. Hún byrjaði afmælisdaginn á að spila tennis með vinkonum sínum og skellti sér einnig á æfingu í World Class.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál