Vikan á Instagram var lífleg og fjörug. Ástin var áberandi en Ingileif og María fögnuðu ellefu árum saman, Jóhanna Helga bíður eftir barni og lúxusvinkonuhópurinn héldu upp á nýja sjónvarpsseríu.
Sólbjört Sigurðardóttir dansari birti fallega afmæliskveðju til eiginmanns síns, Einars Stefánssonar, trommari hljómsveitarinnar Hatara og gítarleikari hljómsveitarinnar Vök.
Tónlistarkonan Laufey Lín Jónsdóttir er að njóta hverrar mínútu á tónleikaferð sinni um Asíu.
Jóhanna Helga Jensdóttir telur niður dagana.
Fanney Ingvarsdóttir, markaðsfulltrúi Bioeffect og fyrrverandi fegurðardrottning, og Teitur Reynisson, viðskiptafræðingur í Landsbankanum, áttu góða daga á Ítalíu.
Áhrifavaldurinn og hlaðvarpsstjórnandinn Ástrós Traustadóttir lét sig að sjálfsögðu ekki vanta á forsýningu nýju LXS-þáttaseríunnar.
Helga Margrét Agnarsdóttir, laganemi, dansari og áhrifavaldur, fagnaði 26 ára afmæli sínu með stæl nú á dögunum.
Sunneva Eir Einarsdóttir, áhrifavaldur og hlaðvarpsstjarna, skálaði fyrir nýjustu þáttaröð LXS nú á dögunum.
Förðunardrottningin Lilja Dís Smáradóttir birti rándýra sjálfsmynd af sér og fyrrverandi forseta Íslands, Ólafi Ragnari Grímssyni.
Viðskiptafræðingurinn Andrea Röfn Jónasdóttir birti fallega fjölskyldumynd.
Félagarnir Auðunn Blöndal og Steinþór Hróar Steinþórsson lögðu nýverið af stað í heljarinnar ferðalag vegna taka á nýrri þáttaröð Draums.
Plötusnúðurinn og blaðamaðurinn Dóra Júlía Agnarsdóttir eyddi nokkrum dögum í Hollandi með besta vini sínum, Sindra Snæ Einarssyni.
Leikkonurnar Vala Kristín Eiríksdóttir, Brynhildur Guðjónsdóttir og Katrín Halldóra Sigurðardóttir sögðu frá leikárinu í Borgarleikhúsinu.
Ingileif Friðriksdóttir og María Rut Kristinsdóttir fögnuðu ellefu ára sambandsafmæli og eru ástfangnar upp fyrir haus.