Ástin blómstrar hjá Brynju og Lil Curly

Brynja Bjarnadóttir Anderiman og Arnar Gauti Arnarsson eru par.
Brynja Bjarnadóttir Anderiman og Arnar Gauti Arnarsson eru par. Skjáskot/Instagram

Áhrifavaldarnir Brynja Bjarnadóttir Anderiman og Arnar Gauti Arnarsson, betur þekktur sem Lil Curly, eru nýtt par. 

Brynja hefur vakið athygli á samfélagsmiðlum þar sem hún birtir tísku- og lífsstílstengt efni, en hún hefur unnið að kvikmyndagerð og kennt dans frá því hún útskrifaðist frá Verslunarskóla Íslands. 

Arnar hefur náð miklum vinsældum á samfélagsmiðlum, þá sérstaklega á TikTok, en hann er ein þekktasta TikTok-stjarna landsins og er einnig annar eigenda Happy Hydrate.

Hafa notið lífsins í Los Angeles

Brynja og Arnar hafa notið lífsins undanfarnar vikur í Los Angeles í Bandaríkjunum. Þau sögðust fyrst um sinn aðeins vera vinir en svo virðist sem neistinn hafi fljótlega kviknað á milli þeirra. 

Brynja birti myndaröð frá ferðalagi þeirra um Los Angeles á Instagram-reikningi þeirra þar sem þau sjást í faðmlögum með sólsetrið og ströndina í bakgrunni. 

Smartland óskar þeim innilega til hamingju með ástina!

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda