Áhrifavaldarnir Brynja Bjarnadóttir Anderiman og Arnar Gauti Arnarsson, betur þekktur sem Lil Curly, eru nýtt par.
Brynja hefur vakið athygli á samfélagsmiðlum þar sem hún birtir tísku- og lífsstílstengt efni, en hún hefur unnið að kvikmyndagerð og kennt dans frá því hún útskrifaðist frá Verslunarskóla Íslands.
Arnar hefur náð miklum vinsældum á samfélagsmiðlum, þá sérstaklega á TikTok, en hann er ein þekktasta TikTok-stjarna landsins og er einnig annar eigenda Happy Hydrate.
Brynja og Arnar hafa notið lífsins undanfarnar vikur í Los Angeles í Bandaríkjunum. Þau sögðust fyrst um sinn aðeins vera vinir en svo virðist sem neistinn hafi fljótlega kviknað á milli þeirra.
Brynja birti myndaröð frá ferðalagi þeirra um Los Angeles á Instagram-reikningi þeirra þar sem þau sjást í faðmlögum með sólsetrið og ströndina í bakgrunni.
Smartland óskar þeim innilega til hamingju með ástina!