Það var nóg um að vera á Instagram í vikunni. Fólk brá sér í betri fötin og fagnaði ásamt vinum og vandamönnum, skellti sér erlendis og naut veðurblíðunnar. DJ Dóra Júlía, Viktoría Kjartansdóttir og Binni Glee héldu upp á afmæli sín, Gummi kíró rölti um götur New York á meðan Guðrún Svava skemmti sér drottningarlega í Króatíu.
Fanney Ingvarsdóttir, markaðsfulltrúi Bioeffect og fyrrverandi fegurðardrottning, og Teitur Reynisson, viðskiptafræðingur í Landsbankanum, gengu í það heilaga í síðasta mánuði. Um helgina mættu þau sem nýgift hjón í brúðkaup hjá vinum sínum og skemmtu sér konunglega.
Guðrún Svava Egilsdóttir, betur þekkt sem Gugga í gúmmíbát, naut lífsins til hins ýtrasta í Króatíu.
Söngkonan Viktoría Kjartansdóttir fagnaði 25 ára afmæli sínu með stæl og eru stýrivextir og skattar henni efst í huga þegar hún gengur inn í nýtt aldursár.
Eyþór Wöhler og Kristall Máni Ingason, liðsmenn hljómsveitarinnar Hubba Bubba, skemmtu sér og öðrum á Októberfest um helgina.
Það var allt í blóma hjá Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, en hún klæddi sig upp um helgina og var að sjálfsögðu með fallega blásið hár.
Það var „hygge“ stemning hjá tískubloggaranum Elísabetu Gunnarsdóttur um helgina, en hún naut veðurblíðunnar í miðbæ Reykjavíkur og hélt um stund að hún væri mætt til kóngsins Köben.
Kírópraktorinn Guðmundur Birkir Pálmason, betur þekktur sem Gummi kíró, var með tískuna á hreinu á tískuvikunni í New York-borg.
Elísabet Helgadóttir og Pétur Freyr Pétursson, eigendur hönnunarverslunarinnar Vest, nutu lífsins í Colorado í Bandaríkjunum.
Fyrrverandi knattspyrnumaðurinn Rúrik Gíslason greindi frá stórum fréttum í vikunni, en hann er í tökum fyrir gamanmynd sem væntanleg er á streymisveitunni Netflix.
Plötusnúðurinn og blaðamaðurinn Dóra Júlía Agnarsdóttir fagnaði 32 ára afmæli og klæddi sig upp í blátt tilefni þess.
Áhrifavaldurinn Ástrós Traustadóttir eyddi helginni í London með vinkonu sinni. Þær klæddu sig meðal annars upp og fóru út á lífið.
Brynja Steinn Gylfason, jafnan kallaður Binni Glee, fagnaði 25 ára afmæli sínu með stæl.
Sunnaeva Eir Einarsdóttir klæddi sig í betri föin um helgina.
Fanney Dóra Veigarsdóttir bíður spennt eftir komu nýjasta fjölskyldumeðlimsins.