Fögnuðu brúðkaupsafmælinu með hálfu maraþoni í Köben

Linda Benediktsdóttir og Ragnar Einarsson hafa verið hjón í tvö …
Linda Benediktsdóttir og Ragnar Einarsson hafa verið hjón í tvö ár! Samsett mynd

Athafnakonan og matarbloggarinn, Linda Benediktsdótti,r og eiginmaður hennar, Ragnar Einarsson, fögnuðu tveggja ára brúðkaupsafmæli sínu með stæl í Kaupmannahöfn þar sem þau hlupu hálft maraþon saman. 

Linda og Ragnar hafa verið saman í 15 ár og trúlofuðu sig fyrir átta árum síðan, en þau eiga tvö börn saman. Þau gengu svo í hjónaband við glæsilega athöfn á Ítalíu þann 14. september 2022. Hjónin fóru í brúðkaupsferð til Majorka í maí árið 2023 þar sem þau nutu lífsins í sólríku og fallegu umhverfi. Þau fögnuðu svo pappírsbrúðkaupinu á hinni töfrandi eyju, Krít á Grikklandi, á síðasta ári. 

Tóku hálft maraþon í Kaupmannahöfn

Um helgina fögnuðu Linda og Ragnar tveggja ára brúðkaupsafmæli sínu og voru aftur stödd í sólinni, en að þessu sinni í Kaupmannahöfn. 

„2 ára brúðkaupsafmæli fagnað með hálfu maraþoni í sólríkri Köben. Það sem ég er þakklát fyrir lífið okkar saman! Heilbrigðari, hamingjusamari og hraustari saman með hverju árinu,“ skrifuðu þau í sameiginlegri færslu á Instagram, en með færslunni birtu þau skemmtilega myndaröð frá maraþoninu.

Smartland óskar þeim innilega til hamingju!

View this post on Instagram

A post shared by Linda Ben (@lindaben)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda