Það var nóg um að vera á Instagram um helgina en borgarferðir, Airwaves og aðrar veislur einkenndu síðustu daga áhrifavaldanna. Tanja Ýr var ánægð með kynjaveisluna, Siggi Gunnars tók veislustjórnunina alla leið og söngkonan Bríet gaf út nýtt lag.
Erla Björnsdóttir sálfræðingur fór í mæðgnaferð og elskaði það.
Sigurður Þorri Gunnarsson, betur þekktur sem Siggi Gunnars, er án efa einn mesti stuðbolti landsins.
Söngkonan Svala Björgvinsdóttir átti ljúfa stund með ömmu sinni.
Hlaupadrottningin Mari Järsk fór og hitti fjögurra ára gamlan aðdáanda sinn.
Sunneva Eir Einarsdóttir, hlaðvarps- og samfélagsmiðlastjarna, kann að stilla sér upp fyrir myndavélina.
Helga Margrét Agnarsdóttir, laganemi, dansari og áhrifavaldur, kíkti á stemninguna á Iceland Airwaves ásamt góðri vinkonu.
Sandra Björg Helgadóttir, samfélagsmiðlastjarna og aðstoðarframkvæmdastjóri hjá Bestseller, svífur um á bleiku skýi um þessar mundir, enda nýbökuð móðir.
Tara Sif Birgisdóttir, fasteignasali og dansari, rifjaði upp góða augnablik októbermánaðar.
Jón Gnarr skellti sér í göngutúr með nokkrum hressum körlum á Ísafirði um helgina.
Tanja Ýr Ástþórsdóttir, áhrifavaldur og athafnakona, og sambýlismaður hennar, Ryan Amor, héldu kynjaveislu og fögnuðu í góðra vina hópi.
Söngkonan Bríet gaf út nýtt lag á dögunum sem verður án efa mjög vinsælt hér á landi næstu vikurnar. Það heitir Takk fyrir allt.
Söng- og leikkonan Þórdís Björk Þorfinnsdóttir skellti í fallega kveðju til barnsföður síns, Júlí Heiðars Halldórssonar í tilefni feðradagsins.