Þær hafa ekki elst um dag

Rita Wilson, Demi Moore, Rosie O'Donnell og Melanie Griffith brostu …
Rita Wilson, Demi Moore, Rosie O'Donnell og Melanie Griffith brostu sínu breiðasta á dreglinum. Ljósmynd/AFP

Stjörnurnar í Bandaríkjunum skörtuðu sínu fegursta á svarta dreglinum á þriðjudagskvöldið þegar tímaritið Elle hélt sína árlegu verðlaunahátíð á hinu glæsilega Four Seasons-hóteli í Beverly Hills í Los Angeles.

Leikkonan Demi Moore var meðal þeirra tíu kvenna sem voru heiðraðar fyrir framúrskarandi störf á sviði menningar og lista. Fyrrverandi mótleikkonur hennar, þær Rita Wilson, Rosie O’Donnell og Melanie Griffith, veittu henni verðlaunin.

Stöllurnar vöktu mikla athygli á dreglinum, sérstaklega Griffith, sem hefur haldið sig frá sviðsljósinu síðustu ár, og stilltu sér upp fyrir myndatökur.

Allar eru þær miklar vinkonur og hafa haldið góðu sambandi allt frá því þær léku vinkonur í kvikmyndinni Now and Then árið 1995. Og þrátt fyrir að um 30 ár séu liðin frá því að kvikmyndin kom út hafa leikkonurnar ekki elst um dag, allar stórglæsilegar. 

Moore birti myndir frá kvöldinu á Instagram-síðu sinni á fimmtudag og sagði það mikinn heiður að hafa verið umkringd góðum vinkonum á kvöldi sem þessu.

View this post on Instagram

A post shared by Demi Moore (@demimoore)

Rosie O'Donnell, Rita Wilson og Melanie Griffith voru glæsilegar í …
Rosie O'Donnell, Rita Wilson og Melanie Griffith voru glæsilegar í svörtu. Ljósmynd/AFP
Leikkonurnar fóru með hlutverk í kvikmyndinni Now and Then.
Leikkonurnar fóru með hlutverk í kvikmyndinni Now and Then. Skjáskot/IMDb
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda