Á að baka vandræði? Nú geta lesendur Smartlands farið yfir lista flottustu bakara landsins og látið sig dreyma um ævintýri í eldhúsinu. Listinn inniheldur sykursætan konditormeistara, bakara sem elskar að ferðast, liðsmann í landsliði bakara og ástríðufullan bakara. Góð leið til að njóta lestursins er að gæða sér á jólasmáköku í leiðinni!
Sigurður Már Guðjónsson er einn hæfileikaríkasti bakara- og konditormeistari landsins. Hann er þekktur fyrir að gera syndsamlega góða eftirrétti og bestu rjómabollur landsins. Sigurður Már hefur hlotið hver verðlaunin á fætur öðrum fyrir kökur sínar og var meðal annars valinn kökugerðarmaður ársins á heimsþingi bakara og kökugerðarmanna árið 2022.
Sælkerabakarinn Gunnlaugur Arnar Ingason, jafnan kallaður Gulli bakari, rekur eitt glæsilegasta handverksbakarí landsins og töfrar fram góðgæti sem þú finnur hvergi annars staðar á landinu. Hann útskrifaðist sem bakari árið 2017 frá Jóni Arilíusi í Kökulist og hélt í framhaldi út til Kaupmannahafnar þar sem hann efldi hæfni sína enn frekar hjá Conditori La Glace.
Elenora Rós Georgsdóttir hefur þrátt fyrir ungan aldur, afrekað margt í bakstursheiminum. Hún lærði bökunarlistina af móður sinni og byrjaði snemma af töfra fram gómsætar kræsingar. Elenora Rós starfar sem bakari í Lundúnum og nýtur lífsins í ensku stórborginni.
Matthías Jóhannesson er ástríðufullur bakari sem veit fátt skemmtilegra en gleðja aðra með ljúffengu bakkelsi. Hann starfar hjá Brauð & co og er liðsmaður í landsliðið íslenskra bakara. Matthías eyðir gjarnan frítíma sínum í að ferðast.
Stefán Pétur Bachmann Bjarnason er bakari á Hygge Coffee & Micro Bakery og liðsmaður í landsliði íslenskra bakara. Stefán Pétur er ekki aðeins hæfileikaríkur bakari heldur einnig flinkur gítarleikari og spilar í hljómsveitinni Keel Rider.
Smári Yngvason er einstaklega hæfileikaríkur í sínu fagi og getur töfrað ótrúlegustu kræsingar. Hann er liðsmaður í landsliði íslenskra bakara og hefur verið verðlaunaður fyrir vinnu sína sem bakari.