Það var nóg um að vera á Instagram um helgina en borgarferðir og afmæli af ýmsum toga einkenndu síðustu daga áhrifavaldanna. Sunneva Eir hélt upp á 12 ára afmæli hundsins síns á meðan Herra Hnetusmjör og Patrekur Jaime fögnuðu edrúafmælum sínum.
Sunneva Eir Einarsdóttir, samfélagsmiðla- og hlaðvarpsstjarna, fagnaði 12 ára afmæli hundsins Bruce Wayne með krúttlegri veislu.
Sigurður Þorri Gunnarsson, betur þekktur sem Siggi Gunnars, eyddi helginni ásamt sínum heittelskaða, Sigmari Inga Sigurgeirssyni í Landmannalaugum.
Íslenska tónlistarkonan Laufey Lín Bing Jónsdóttir var stórglæsileg á rauða dreglinum á frumsýningu tónleikamyndarinnar Laufey's A Night At The Symphony: Hollywood Bowl í Los Angeles á þriðjudagskvöldið.
Tónlistarmaðurinn Árni Páll Árnason, betur þekktur sem Herra Hnetusmjör, fagnaði átta ára edrúafmæli sínu í síðustu viku.
Jóhanna Helga Jensdóttir gaf fylgjendum sínum innsýn í síðustu daga.
Samfélagsmiðlastjarnan Brynhildur Gunnlaugsdóttir kíkti út á lífið í New York.
Tara Sif Birgisdóttir lyfti sér upp ásamt vinkonum sínum, þeim Dóru Júlíu Agnarsdóttur og Söndru Björgu Helgadóttur.
Patrekur Jaime, raunveruleikastjarna og áhrifavaldur, hefur verið án áfengis í heilt ár.
Dóra Júlía Agnarsdóttir, plötusnúður og blaðakona, er ansi liðug.
Camilla Rut Camilla Rut Rúnarsdóttir, áhrifavaldur og eigandi Camy Collections, klæddi sig í betri fötin.
Söngkonan Svala Björgvinsdóttir tók upp tónlistarmyndband við nýtt jólalag.
Tískubloggarinn og áhrifavaldurinn, Helgi Ómarsson, nýtur lífsins í Lundúnum.
Líkamsræktardrottningin Sandra Björg Helgadóttir birti mynd af syninum í jólagalla en hann varð tveggja mánaða í vikunni.
Söngkonan Bríet auglýsir tónleika með nærbuxnamynd.
Viktoría Kjartansdóttir naut lífsins í New York og elskaði það.
Berglind Ólafsdóttir fyrirsæta varði tíma með eiginmanni sínum og dóttur.
Sara Jasmín Sigurðardóttir sportaði sig í New York.