Halla Vilhjálmsdóttir á lausu

Halla Vilhjálmsdóttir Koppel er á lausu.
Halla Vilhjálmsdóttir Koppel er á lausu. Ljósmynd/Instagram

Leikkonan og verðbréfamiðlarinn, Halla Vilhjálmsdóttir Koppel, er á lausu eftir að upp úr hjónabandi hennar og Harry Koppel slitnaði en þau eiga þrjú börn saman. Vísir greindi frá þessu. 

Halla hefur búið í Bretlandi síðustu ár en árið 2021 festu hjónin kaup á glæsilegri skipstjóravillu í miðbæ Reykjavíkur og hefur hún verið búsett hérlendis að mestu síðan þá. Halla sagði frá því í sjónvarpsþættinum Heimilislífi að hún hafi viljað flytja til Íslands eftir að kórónuveiran skall á. Í kjölfarið fundu þau þetta fallega hús sem hún hefur búið í. 

„Bor­is John­son til­kynnti „lockdown“ núm­er tvö. Þá var ég bara svo­lítið búin að fá nóg, og sagði við pabba barn­anna að þetta væri ekk­ert per­sónu­legt en ég væri far­in í bili,“ sagði Halla í Heimilislífi. 

Um er að ræða 229 fm hús sem byggt var 1923 sem er með stór­um garði. Húsið er á þrem­ur hæðum og lét Halla gera húsið upp í sam­ræmi við stíl húss­ins. Gólf voru bæsuð og pússuð upp og eld­hús­inn­rétt­ing sprautu­lökkuð svo eitt­hvað sé nefnt.

Smartland óskar Höllu alls hins besta! 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda