Instagram: Bubbi fékk sér nýtt húðflúr

Það var allt í gangi á Instagram!
Það var allt í gangi á Instagram! Samsett mynd

Jólaröltið var tekið í liðinni viku um ljósum prýddar götur, haldnir voru jólatónleikar og jólaboð, svo fátt eitt sé nefnt. Instagram fékk nasaþefinn af hátíðarskapi Instagram-stjarnanna en svo voru aðrir, eins og Rúrik í háskólajakkanum eða Bubbi, sem fékk sér nýtt flúr.

Merktur Yale!

Rúrik Gíslason var fáránlega heitur í amerískum háskólajakka. Myndirnar fengu verðskuldaða athygli á Instagram.

Kasólétt og glæsileg!

Athafnakonan og eigandi Rvk Ritual, Eva Dögg Rúnarsdóttir, var stödd í kjörbúð kasólétt að fjórða barni hennar og handboltamannsins, Stefáns Darra Þórssonar. Þau bíða spennt eftir að fjölskyldan stækki á komandi ári.

Spenna í loftinu!

Sönkonan Bríet Elfar var á fullu alla vikuna að undirbúa sig undir tónleikana sína sem haldnir voru þann 8. desember í Silfurbergi Hörpu. Það örlaði smá á stressi fyrir undirbúninginn en hún sagðist þó meira spennt.

View this post on Instagram

A post shared by Tónhylur (@tonhylur)

Partí!

Leikkonan Aldís Amah Hamilton og sambýlismaður hennar, Kol­beinn Arn­björns­son leikari, buðu vinum og vandamönnum í veislu á nýja heimili sínu. 

JólaHúbbaBúbba!

Söngkonan Svala Björgvinsdóttir fagnaði útgáfu nýs jólalags, titlað JólaHúbbaBúbba, sem hún tók upp ásamt drengjunum í dúettinum Húbbabúbba, þeim Eyþóri Aroni Wöhler og Krist­alli Mána Inga­syni.

View this post on Instagram

A post shared by SVALA (@svalakali)

Heitur desember!

Samfélagsmiðlastjarnan Brynhildur Gunnlaugsdóttir er ávallt sólarmegin í lífinu.

Bætti í safnið!

Tónlistarmaðurinn Ásbjörn Kristinsson Morthens, jafnan kallaður Bubbi, fékk sér nýtt húðflúr á dögunum. 

Jólin, jólin!

Sandra Björg Helgadóttir, þjálfari og samfélagsmiðlastjarna, er komin í jólaskap.

Gellulæti!

Sunneva Eir Einarsdóttir átti dásamlega daga í París.

Niðurtalningin er hafin!

Dóra Júlía Agn­ars­dótt­ir, plötu­snúður og blaðamaður, og unn­usta henn­ar, Bára Guðmunds­dótt­ir, bíða spenntar eftir brúðkaupsdeginum.

Fimm ár!

Sam­fé­lags­miðlastjarn­an Guðmund­ur Birk­ir Pálma­son, jafn­an kallaður Gummi kíró, og unn­usta hans, Lína Birgitta Sig­urðardótt­ir, eig­andi íþrótta­vörumerk­is­ins Define The Line Sport, fögnuðu fimm ára sam­bandsaf­mæli sínu nú á dögunum. 

Kíkti út á lífið!

Tara Sif Birgisdóttir, fasteignasali og dansari,  brá sér í betri fötin og kíkti út á lífið.

Glamúr í París!

Samfélagsmiðlastjarnan Magnea Björg Jónsdóttir geislaði á götum Parísar.

Það er eitthvað í bígerð!

Hafþór Júlíus Björnsson kraftlyftingamaður, sem oft er kallaður Fjallið, er með eitthvað spennandi á prjónunum.






 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda