Jólaröltið var tekið í liðinni viku um ljósum prýddar götur, haldnir voru jólatónleikar og jólaboð, svo fátt eitt sé nefnt. Instagram fékk nasaþefinn af hátíðarskapi Instagram-stjarnanna en svo voru aðrir, eins og Rúrik í háskólajakkanum eða Bubbi, sem fékk sér nýtt flúr.
Rúrik Gíslason var fáránlega heitur í amerískum háskólajakka. Myndirnar fengu verðskuldaða athygli á Instagram.
Athafnakonan og eigandi Rvk Ritual, Eva Dögg Rúnarsdóttir, var stödd í kjörbúð kasólétt að fjórða barni hennar og handboltamannsins, Stefáns Darra Þórssonar. Þau bíða spennt eftir að fjölskyldan stækki á komandi ári.
Sönkonan Bríet Elfar var á fullu alla vikuna að undirbúa sig undir tónleikana sína sem haldnir voru þann 8. desember í Silfurbergi Hörpu. Það örlaði smá á stressi fyrir undirbúninginn en hún sagðist þó meira spennt.
Leikkonan Aldís Amah Hamilton og sambýlismaður hennar, Kolbeinn Arnbjörnsson leikari, buðu vinum og vandamönnum í veislu á nýja heimili sínu.
Söngkonan Svala Björgvinsdóttir fagnaði útgáfu nýs jólalags, titlað JólaHúbbaBúbba, sem hún tók upp ásamt drengjunum í dúettinum Húbbabúbba, þeim Eyþóri Aroni Wöhler og Kristalli Mána Ingasyni.
Samfélagsmiðlastjarnan Brynhildur Gunnlaugsdóttir er ávallt sólarmegin í lífinu.
Tónlistarmaðurinn Ásbjörn Kristinsson Morthens, jafnan kallaður Bubbi, fékk sér nýtt húðflúr á dögunum.
Sandra Björg Helgadóttir, þjálfari og samfélagsmiðlastjarna, er komin í jólaskap.
Sunneva Eir Einarsdóttir átti dásamlega daga í París.
Dóra Júlía Agnarsdóttir, plötusnúður og blaðamaður, og unnusta hennar, Bára Guðmundsdóttir, bíða spenntar eftir brúðkaupsdeginum.
Samfélagsmiðlastjarnan Guðmundur Birkir Pálmason, jafnan kallaður Gummi kíró, og unnusta hans, Lína Birgitta Sigurðardóttir, eigandi íþróttavörumerkisins Define The Line Sport, fögnuðu fimm ára sambandsafmæli sínu nú á dögunum.
Tara Sif Birgisdóttir, fasteignasali og dansari, brá sér í betri fötin og kíkti út á lífið.
Samfélagsmiðlastjarnan Magnea Björg Jónsdóttir geislaði á götum Parísar.
Hafþór Júlíus Björnsson kraftlyftingamaður, sem oft er kallaður Fjallið, er með eitthvað spennandi á prjónunum.