Íslendingar eru útlandaþyrstir í janúar ef marka má Instagram vikunnar. Birgitta Haukdal fór til Parísar, Auðunn Blöndal sleikti sólina á Tenerife og Berglind Pétursdóttir eyddi deginum með alpakadýrum.
Leik- og söngkonan Selma Björnsdóttir deildi mynd af sér ásamt leikkonunni Nínu Dögg Filippusdóttur, sem fer með hlutverk Vigdísar Finnbogadóttur í samnefndri þáttaröð, frá tökusetti þáttanna.
Tónlistarkonan og rithöfundurinn, Birgitta Haukdal, framlengdi jólafríið og skellti sér til Parísar.
Áhrifavaldurinn og athafnakonan Tanja Ýr Ástþórsdóttir átti ljúfan dag í lóninu.
Útvarpskonan Guðrún Svava Egilsdóttir, betur þekkt sem Gugga í Gúmmíbát, kíkti út á lífið!
Dóra Júlía Agnarsdóttir, plötusnúður og blaðamaður, heiðraði minningu ömmu sinnar með því að klæðast gullfallegum silkikjól sem hún klæddist á brúðkaupsdaginn sinn árið 1950.
Söngkonan Svala Björgvinsdóttir sendi hlýjar kveðjur til Los Angeles.
Sandra Björg Helgadóttir, samfélagsmiðlastjarna og aðstoðarframkvæmdastjóri hjá Bestseller, kvaddi jólin með skemmtilegri myndaseríu.
Rakel María Hjaltadóttir, förðunarfræðingur og langhlaupari, er búin að finna sér nýtt sport.
Guðmundur Birkir Pálmason, betur þekktur sem Gummi kíró, gaf fylgjendum sínum innsýn í síðustu daga.
Berglind Pétursdóttir, þekkt sem Berglind Festival, eyddi deginum með alpakadýrum.
Sólveig Eiríksdóttir, eða Solla eins og hún er oftast kölluð, rifjaði upp góðar stundir í tilefni af afmælisdegi dóttur sinnar.
Lana Björk Kristinsdóttir eigandi Kenzen naut lífsins í sólinni á Tenerife klædd rauðum síðkjól við rauða skó.
Athafnamaðurinn og sjónvarpsstjarnan Auðunn Blöndal naut lífsins í sólinni á Tenerife með sonum sínum.