Nokkuð líf og fjör var á Instagram þessa vikuna en það sem stóð upp úr voru afmælisbörnin, sönkonan Svala Björgvinsdóttir og Birnir Boði Enoksson, sonur Birgittu Lífar og Enoks. Svala fagnaði 48 ára afmæli en Birnir Boði varð eins árs.
Júnía Lín Jónsdóttir, listrænn stjórnandi, varði tíma í París sem er oft þekkt sem borg hátískunnar. Júnía sat á fremsta bekk hjá merkjum eins og Chanel og Lanvin.
Andrea Magnúsdóttir klæddist hvítu frá toppi til táar á þorrablóti Hafnarfjarðar um helgina. Toppurinn hennar var eins og listaverk.
Sunneva Eir Einarsdóttir er ástfangin af New York þar sem hún mátaði strigaskó, borðaði góðan mat og hreyfði sig.
Guðmundur Birkir Pálsson, áhrifavaldur og kírópraktor, deildi myndum með fylgjendum sínum. Þar sést hann meðal annars í klippingu, í líkamsrækt og að spóka sig um í tískufatnaði.
Áhrifavaldurinn Brynhildur Gunnlaugsdóttir, eða Brynny eins og hún kallar sig á Instagram, var sjóðheit í sjónum í síðustu viku. Nokkuð ljóst er að hún var ekki Nauthólsvík, eða hvað? En klárt mál að kroppurinn er upp á tíu.
Forsetaframbjóðandinn, leikkonan og hlaðvarpsþáttastjórnandinn, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, lét í ljós áhyggjur sínar af fyrirætlunum rannsóknafyrirtækisins RÖST í Hvalfirði.
Áhrifavaldurinn Birgitta Líf Björnsdóttir og Enok Vatnar Jónsson fögnuðu eins árs afmæli sonarins Birnis Boða. Sá stutti er með kórónu í tilefni dagsins, umvafinn blöðrum og bangsa, enda stór dagur í lífi litla mannsins og foreldranna.
Söngkonan Svara Björgvinsdóttir varð árinu eldri um helgina og er nú 48 ára. Af því tilefni setti hún inn fallega mynd af sér með orðunum: „Þakklát fyrir að vera ári eldri í dag. Lífið er dýrmætt og hver dagur er gjōf.“
Alþingismaðurinn Jón Gnarr setti inn sæta mynd af sér og félags- og húsnæðismálaráðherra, Ingu Sæland, í tilefni af nýju hlutverki og upphafi þingstarfa.
Einkaþjálfarinn Unnur Kristín Óladóttir skellti sér á þorrablót með vinkonum sínum og var þrusuflott í tauinu.