Instagram: Sjóðandi heitar og seiðandi

Vala Kristín Eiríksdóttir, Sunneva Eir Einarsdóttir og Bryndís Líf Eiríksdóttir …
Vala Kristín Eiríksdóttir, Sunneva Eir Einarsdóttir og Bryndís Líf Eiríksdóttir koma allir við sögu á Instagram-vikunnar. Samsett mynd

Vikan var stemningsþrungin og var stutt í kynþokkann. Vala Kristín Eiríksdóttir skartaði sínu fegursta en hún á von á sínu fyrsta barni með kærasta sínum, Hilmi Snæ Guðnasyni og Sunneva Eir Einarsdóttir var heitari en nokkru sinni fyrr í rauðum þröngum kjól og með beran maga. 

Allt upp á 10

Bryndís Líf Eiríksdóttir er að lifa sínu besta lífi! 

Fjölgun í fjölskyldunni

Hárgreiðslumeistararnir Svavar Örn Svavarsson og Daníel Örn Hinriksson eru komnir með nýjan hund en Uno var kynntur til leiks í vikunni. Eins og sjá má er hann ekkert eðlilega krúttlegur. 

View this post on Instagram

A post shared by Svavar Örn (@svavarorn1)

Glæsilegt tríó!

Útvarpskonan Guðrún Dís Emilsdóttir, jafnan kölluð Gunna Dís, og gleðipinnarnir Benedikt Valsson og Fannar Sveinsson skinu skært á undanúrslitakvöldið Söngvakeppni sjónvarpsins á laugardagskvöldið. 

View this post on Instagram

A post shared by Gunna Dís (@gudrundisemils)

Eldheit í rauðu!

Sunneva Eir Einarsdóttir, samfélagsmiðla- og hlaðvarpsstjarna, hélt upp á hinn svokallaða „galentine's day“ með góðvinkonum sínum. 

Í himnasælu!

Tanja Ýr Ástþórsdóttir, áhrifavaldur og athafnakona, gaf fylgjendum sínum innsýn í fyrstu dagana sem nýbökuð móðir.

View this post on Instagram

A post shared by T A N J A Ý R (@tanjayra)

Skvísustælar!

Áhrifavaldurinn Brynhildur Gunnlaugsdóttir skellti í sæta sjálfu!

Aldrei dauð stund!

Guðmundur Birkir Pálmason, jafnan kallaður Gummi kíró, átti góða helgi.

Hera verður til!

Leikkonan Þuríður Blær Jóhannsdóttir er á fullu að undirbúa sig fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni Röskun.

Guðdómleg í rauðu!

Söngkonan Svala Björgvinsdóttir klæddi sig í rautt í tilefni af Valentínusardeginum.

View this post on Instagram

A post shared by SVALA (@svalakali)

Stressaður pabbi!

Tónlistarmaðurinn Ásbjörn Kristinsson Morthens, best þekktur undir listamannsnafninu Bubbi Morthens, greindi frá heimsreisu dóttur sinnar og viðurkenndi að vera örlítið stressaður en spenntur fyrir hennar hönd.

Friðarmerki og óléttukúla!

Leikkonan Vala Kristín Eiríksdóttir skellti í speglasjálfu áður en hún settist í sófann hjá Gísla Marteini í þætti hans Vikan með Gísla Marteini. Leikkonan á von á sínu fyrsta barni með sambýlismanni sínum, leikaranum Hilmi Snæ Guðnasyni. 

Ástfangin upp fyrir haus!

Ástin virðist blómstra hjá Freyju Har­alds­dótt­ur, doktorsnema við menntavís­inda­svið Há­skóla Íslands og bar­áttu­konu fyr­ir rétt­ind­um fatlaðra, og kær­asta henn­ar, Dav­id Agyenim Boa­teng, nem­anda við Há­skóla Íslands.

Tíminn flýgur!

Son­ur Birgittu Líf­ar Björns­dótt­ur, sam­fé­lags­miðla­stjörnu og markaðsstjóra World Class, og Enoks Jóns­son­ar, fagnaði eins árs afmæli sínu með stæl nú á dögunum. Dreng­ur­inn, sem heitir Birn­ir Boði, er fyrsta barn Birgittu Líf­ar og Enoks og kom í heim­inn þann 8. fe­brú­ar í fyrra.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda