Instagram: Sól og stutt pils í Mexíkó

Það var meira um léttan klæðnað í sólinni!
Það var meira um léttan klæðnað í sólinni! Samsett mynd

Páskarnir voru vel nýttir hjá fólki á Instagram og margt um að vera. Sumir ákváðu að flýja land til að sjá sólina. Það var hins vegar engin þörf á því þar sem sólin skein bjart hér á landi líka.

Áslaug Arna naut sín í fríinu, Kleini var ánægður með sólina, Laufey og Júnía fögnuðu afmælinu og Sunneva klæddi sig upp í stutt pils í Mexíkó.

Ljúfir páskadagar!

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir þingkona Sjálfstæðisflokksins brallaði ýmislegt skemmtilegt í páskafríinu. 

Afmælisgleði!

Tvíburarsysturnar og tónlistarkonurnar Laufey Lín og Júnía Lín Jónsdætur fögnuðu 26 ára afmæli sínu í Disney-garðinum í Anaheim í Kaliforníu. 

View this post on Instagram

A post shared by laufey (@laufey)

Gellulæti í Mexíkó!

Sunneva Eir Einarsdóttir, hlaðvarps- og samfélagsmiðlastjarna, nýtur lífsins í CanCún í Mexíkó. 

Skellti sér í vinnugallann!

Kristrún Frosta­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra nýtti sum­ar­dag­inn fyrsta vel í sum­arsól og rjóma­blíðu. 

Páskar í París!

Guðmund­ur Birk­ir Pálma­son, bet­ur þekkt­ur sem Gummi kíró, eyddi páskunum í París. 

Vöðvastæltur í sólinni!

Kristján Einar Sigurbjörnsson, oftast kallaður Kleini, nældi sér í D-vítamín. 

View this post on Instagram

A post shared by KLEINI (@kleiini)

Hreiðurgerð!

Krist­ín Pét­urs­dótt­ir, leik­kona og sam­fé­lags­miðlastjarna, á komin á fullt í hreiðurgerð. 

Afmælisbarn í bleiku!

Samfélagsmiðlastjarnan Jó­hanna Helga Jens­dótt­ir klæddist glæsilegum bleikum kjól er hún fagnaði afmæli sínu. 

Ljúfa líf!

Hlaðvarps­stjarn­an Birta Líf Ólafs­dótt­ir skellti sér í bústað ásamt fjölskyldunni. 

View this post on Instagram

A post shared by Birta Líf (@birtalifolafs)

Í sumarfíling!

Hlaðvarps­kon­an Guðrún Svava Eg­ils­dótt­ir, bet­ur þekkt sem Gugga í Gúmmíbát, er klár í sumarið. 

Töffarar!

Haf­dís Björg Kristjáns­dótt­ir einkaþjálf­ari naut veðurblíðunnar ásamt sonum sínum. 

View this post on Instagram

A post shared by Hafdís Björg (@hafdisbk)

Takk Lissabon!

Fatahönnuðurinn Hildur Yeoman varði góðum dögum í Lissabon ásamt fjölskyldu sinni. 

View this post on Instagram

A post shared by Hilduryeoman (@hilduryeoman)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda