Förðunarfræðingurinn Olga Lilja Bjarnadóttir sem starfar sem sminka hjá Rúv. og Bergsteinn Sigurðsson sjónvarpsmaður í Kastljósinu eru farin hvort sína leið. Parið fann ástina í vinnunni þar sem þau starfa bæði hjá Rúv. Nú er ástarblossinn hinsvegar slokknaður.
Bergsteinn er mörgum góðum kostum búinn, fyrir utan að vera óvenju skemmtilegur sögumaður, þá er hann handlaginn. Hann fór í smíðanám með vinnu til þess að geta gert upp hús upp á eigin spýtur á sínum tíma.
Olga Lilja er glæsileg og geislandi og einstaklega fær í sínu fagi eins og sést á sjónvarpsskjáum landsmanna.
Smartland óskar Olgu Lilju og Bergsteini góðs gengis!